Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 15
Dimmir, kaldir og óræðir
eins og Graal
— Graal hins illa.
ÉIMREIÐIN
Og svo var það síðasta Ijóðið, Don Quijote ávarpar vindmyllurnar:
Ég, hinn aumkunarverði riddari réttlætisins,
ég, hinn hörmulegi og skoplegi verjandi sakleysisins
segi við yður:
Sjá.
Hér mun nú barizt verða.
Minn herra gaf mér hatrið til lyginnar,
minn herra kenndi mér að þekkja lygina,
hvaða dularbúningi sem hún býst.
Minn herra léði mér fulltingi sannleikans,
hins hreina, djúpa, eilífa sannleika,
sem ég þó aðeins skynja til hálfs.
Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi.
Þessi þrjú kvæði Steins eru orðsendingar til kommúnistaflokksins
hérna. Þegar þið heyrið í þessu heittrúarfólki, sem talar eins og það
viti allan sannleikann, þá skuluð þið minnast þeirra. Við gætum auð-
vitað farið að tala svona líka, en við trúðum bara ekki á það, og röddin
verður tóm og hljómlaus. Nú, er hann fullskapaður, ég hafði eklci
frétt af því, sagði Jón Prímus um heiminn í Kristnihalclinu: Heimur-
lnn er nefnilega ekki alveg fullskapaður.
Ég þekkti Stein mjög lengi. Hann bjó um tíma hjá Erlendi. Eitt
kvöld kom Steinn hlaupandi niður stigann og kallaði: „Það hefur ver-
ið brotizt hér inn, og einhver hefur stolið frakkanum mínum!“ Erlend-
ur gekk til hans og sagði samúðarfullri röddu: „Hef ég ekki bannað,
að fólk beri eitthvað hingað inn, sem aðrir hafa ágirnd á?“ Steinn var
einhver einlægasti sósíalisti eða kommúnisti, sem ég hef kynnzt. En
það fór fyrir honum eins og fleirum, gallarnir á kenningunni komu í
^jós, þegar átti að setja hana í kerfi og vinna eftir eins og teikningu.
Og svo var verið að reyna að dylja gallana. Ástæðan til þess, að okkar
sannleikur er aðeins hálfur, er sá, að áður en varir, uppgötvum við
191