Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 104
EIMREIÐIN
OVIDIUS
Ummyndanir 4
ATALANTA
Venus segir frá:
„Þú hefur ef til vill heyrt um meyna, sem sigraði fóthvata karl-
menn í kapphlaupi? Þetta er ekki þjóðsaga ein (því hún vann þá),
og það var vandséð, hvort henni bæri meira lof fyrir atgervi fóta sinna
eða fyrir fríðleik sinn.
Eitt sinn, er hún leitaði fregna hjá guðinum Apolló um maka, þá
mælti hann: „Þér er engin þörf á eiginmanni, Atalanta, þú skalt forð-
ast samband við karlmann. Þó muntu ekki geta umflúið giftingu og
átt eftir að glata sjálfri þér í lifanda lífi.“
Hún skelfdist stórum við þessa spá guðsins og hafðist síðan við í
dimmum skógum og varðist ásókn biðla með því að setja þeim grimmi-
legan kost. „Ég mun engum gefast,“ sagði hún, „nema þeim, sem
sigrar mig fyrst í kapphlaupi. Reynum með okkur í hlaupi! Ég gef
hönd mína þeim, sem reynist fljótur á fæti, en sá, sem verður seinn
í svifum, skal týna lífinu. Lög keppninnar verða þessi.“ Hún var
sannarlega miskunnarlaus, en (svo miklu fær fegurðin valdið) samt
þustu biðlarnir að í hópum til þessarar keppni.
Hippomenes hafði setzt niður til að fylgjast með þessum ójafna
leik. „Leggur nokkur maður sig í slíka hættu fyrir kvonfang?“ hafði
hann sagt og hneykslazt á unglingunum fyrir að láta ástina hlaupa
með sig í gönur. En er mærin hafði varpað af sér yfirhöfn sinni og
hann leit ásjónu hennar og líkamsvöxt, sem er á við minn eða þinn,