Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 63
ÉIMREIÐIN beitingu orðanna ,lýðræði‘ og ,lýðveldi‘. Bæði eru heitin höfð um stjórnskipun, ,lýðræði‘ á ofangreindan hátt, ,lýðveldi‘ sem einhvers konar andstæða við erfðaríki. En mikill munur er á málblæ orðanna Menn keppast um að kalla sig lýðræðissinna, Kremlverjar, Amín og Ólafur Jóhannesson, en þeir hafa ekki sama áhuga á að eigna sér orð- ið ,lýðveldi‘. Norðurlöndin þrjú, nágrannar vorir, eru talin eftirbreytni- verð um stjórnarhætti flesta, en eru ekki lýðveldi. Hins vegar líta flestir á það sem skammaryrði um stjórnskipun ríkis, ef hún er sögð ólýðræðisleg. í hverju er munurinn fólginn? Þá er enn komið að því að gera greinarmun, að þessu sinni á mati og lýsingu. Orðið ,gráklædd- ur‘ felur í sér fróðleik, lýsingu, en orðið ,góður‘ mat eða dóm, það er matsorð sem kallað er. Tveir eiginleikar matsorða skipta hér máli. Annar er, að ekki er unnt að leggja neikvæða merkingu í matsorð, sem hefur jákvæða merkingu, og öfugt: Fullyrðingin: ,Ég er andvígur hinu góða, af því að mér finnst það illt‘ — er rökleysa. Hinn er, að þau fela engan fróðleik í sér. Menn eru engu nær um eiginleika hlutarins, þó að þeirn sé sagt, að hann sé góður. Einnig eru til orð, sem fela bæði í sér lýsingu og mat, t. d. ,imbakassi‘. Átt er við sjónvarpstæki, og mat kemur fram á slíkum gripum. í hvaða dilka eru orðin ,lýðræði‘ og ,lýðveldi‘ dregin? Orðið ,lýð- veldi' felur í sér fróðleik. Auðvelt er að skilgreina hugtakið og skera úr um, hvaða ríki falli undir þá skilgreiningu. En orðið ,lýðræði‘ fel- ur bæði í sér lýsingu og mat. Það er tvírætt, eins og áður hefur kom- ið fram. Ef sagt er um ríki, að þar sé lýðræði, er felldur um stjórn- skipun þess (jákvæður) dómur. Og sá maður, sem ræðst á lýðræði, er í sama hóp og hinn, sem leggja vildi atvinnuvegina í rústir, auka á efnahagsvandann eða gera þjóðarbúið gjaldþrota: Hann misskilur hug- takið eða er ekki með öllum mjalla. Hann fer út fyrir þau mörk, sem málvenjan setur orðinu, fellur í gryfju hugsunarvillunnar. Orðin ,lýð- tæði‘ og ,rétt stjórnskipun' eru nú á dögum nánast samheiti. Hér er ég ekki að setja fram kenningu, heldur einungis að benda á beitingu orðsins. Og þá er auðsætt, hvers vegna allir stjórnmálamenn vilja kveða þessa liljuna. Allir reyna þeir að sýna fram á, að stefna þeirra sé hin rétta, — að hún sé hin lýðræðislegasta. Ef stefnurnar eru ósam- rýmanlegar, greina þeir á milli ,,raunverulegs“ lýðræðis síns og „ófull- kcmins“ lýðræðis andstæðinganna. Og því jákvæðari blæ sem orðið fær á sig, því innihaldslausara verður það og sjálfsagðara. Enn er þó ,lýðræði‘ ekki einungis matsorð, heldur felur það einnig í sér fróð- leik, þann, sem reynt var að komast að í öðrum og þriðja þætti þessa 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.