Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN — Já, það er ýmislegt til í þessu. Margar þessara heimsfrelsunar- kenninga eru í sjálfu sér ágætar: en lífið er öðruvísi. Og það er lífið, má ég bæta við: listin, sem lifir, en kenningarnar deyja. Og engum er eins mikil vorkunn og þeim, sém sjá þær deyja. Ég hitti t. d. oft Jóhannes úr Kötlum, og hann var einn hinna saklausustu og hjarta- hreinustu sósíalista, sem hér hefur lifað. Honum leið oft illa. Mér liggur við að segja, að Ungverjalandsmálið hafi næstum því dregið hann til dauða, svo vonsvikinn var hann, þó að hann reyndi að bera sig vel. Hann hafði ekki neina frambærilega skýringu. — Nú eiga heimsfrelsunarkenningar eins og sósíálisminn og mor- mónatrú upphaf sitt í þeirri skoðun, að heimurinn sé vondur. En er, heimurinn eins vondur og af er látið, Ragnar? — Ja, nú komuð þið fyrst með það, sem ég hefði viljað ræða um. Finnst mönnum þetta ekki vegna þess, að hitt, sem gott er og fag- un, er ekki talið til „spennandi“ frétta? Ég er sannfærður um, að gott og gáfað fólk er í miklum meiri hluta í heiminum, fólk sem er að reyna að bæta mannlífið og fegra heiminn. Við getum tekið til dæmis allar myndlistarsýningarnar, tónleikana og leiksýningarnar, sem eru haldnar hérna í okkar litlu fátæku borg, Reykjavík, og eru á heims- mælikvarða. Og hátíðleikinn, sem er yfir guðsþjónustunuím, jafnvel þó að þær hljómi í gegnum útvarp! Ég hlusta sjálfur mjög oft á mess- ur í útvarpi. En frá þessu og mörgu öðru er hvergi sagt, það er ekki fréttaefni. En ef einhver maður veður inn í kirkju og fer að mála predikunarstólinn, þá er því óðar slegið upp. Það gerðist einu sinni í Gaulverjabæ, að hrafn, sem átti hreiður í kirkjuturninum, dreit nið- ur á bakið á prestinum. Og þetta var aðalumræðuefnið í sveitinni allt sumarið! Sannleikurinn er sá, að menn vantar alltaf eitthvað, sem er skemmti- legt, óvenjulegt. Gleðin, gæzkan og annað jákvætt í tilverunni er oft einlitt og almennt og hefur á sér einhvern þreytublæ. Ég held, að heimurinn sé miklu betri en menn vita eða látast vita. Árni Pálsson sagði, að rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Eru þessir menn að reyna að koma sama óorði á heiminn? Fólkið, sem lifir kærleiksríku niannlífi, er ekki til umræðu. Fjölmiðlarnir gera sér ekki fréttamat ur því. Eftirgerðin getur aldrei komið í stað frumverksins. Maður, sem sezt niður með góða bók, kemst í ótrúlega náin tengsl við hana °g sjálfan sig um leið — listin er svo innileg og ágeng. Fjölmiðlarnir, utvarpið og sjónvarpið, bera aftur á móti keim eftirlíkingar. Vegna skorts á góðu efni verða þessir aðilar að magna upp og flétta inn í 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.