Ægir - 01.11.1915, Qupperneq 3
ÆGIR
145
Þannig litur út skýrsla þessa reglu-
sama heiðursmanns. Margt hefur bre)rtst
síðan hún var skrifuð. Hann átli mynd-
arbú og sá vel fyrir sinu fólki, en þá
mun sparnéytni og reglusemi hafa verið
aðalstoðin við búskapinn, en eftir þvi,
sem aíli varð meiri og verð hækkaði á
sjáfarafurðum fóru menn að eyða meira
tje i ýmislegt, sem þótti þægilegt í lifinu
og það er kölluð menning. 15 ára gam-
all er Pjetur heitinn formaður og rær þá
76 róðra það ár. Um það skeið fara nú
unglingar á alla mögulega skóla, því það
er menning og 1915 er menningin orðin
svo á landi voru, að i sjálfum höfuð-
staðnum fæst hvorki fiskur, kjöt nje
slátur til matar; húsmæður vita ekki
hvað til næsla máls á að hava á heimil-
unum þótt peningar sjeu nægir. Það er
með öðrum orðum, að íslenskur matur
fæst ekki lengur, en niðursoðinn dósa-
matur og haframjöl á lager og 4—h
punds dósir af kjöti munu nú í sama
verði og lamb á dögum Pjeturs. Þá var
unnið i föt heima og voru það hlý föt,
enda hraust fólk i þá tið. Nú eru lot
keypt í búðum, vanaleg köld föt og kvill-
ar almennings legio, því gatasokkar og
því likt á þorranum draga dilk á eftir
sjer. Menningin hefir þvi náð því stigi
á þvi herrans ári 1915, að landið hefur
grætt 25—30 millíonir krónur í aukagetu,
en hallæri meðal almennings. — Sá mat-
ur, sem menn eru vanir að borða ófá-
anlegur, en glingur og glis — allar búðir
futlar af þvi. — S. E.
Skýrsla
Ó. T. Sveinssonar frá júlí—oktúber.
Frá þvi Fiskiþingið byrjaði og til 24.
sept., var jeg í Reykjavik.
í júlí og ágúst mánuði, hjálpaði jeg til
með skriftir og annað annriki á skrif-
stofunni sem varð eftir Fiskiþingið.
I ágústmánuði fór hr. Sveinbjörn Eg-
ilsson til Akureyrar með mótorbát sem
hafður var til strandvarnar, og gegndi jeg
þá skrifstofustörfunum á meðan.
Þegar S. Egilsson kom úr þessari ferð
tók hann við aftur, en jeg fór að undir-
búa námsskeiðin sem halda á nú á þess-
um vetri.
Þann 24. sept. för jeg með s/s »Ceres«
lil Vestmannaeyja lil að halda þar náms-
skeið, samkvæmt ráðstöfunum stjórnar
Fiskifjelagsins. Þ. 25. kom jeg til Vest-
mannaeyja.
Vjelarnámskeið í Vestniannaeyjimi.
Námskeiðið byrjaði 27. sept. og end-
aði 4. nóvember.
Kensludagar vorn 39.
Kenslustundir, bóklegar og verklegar, 71.
Að meðaltali mættu 14.
Kenslan fór mestmegnis fram í fyrir-
lestrum Hr. hjeraðslæknir Halld. Gunn-
laugsson hjelt 6 fyrirleslra, 5 fyrirleslra
læknisfræðislegs efnis og 1 fyrirlestur um
barómetrið og loflstraumana.
Að endaðri kenslu var haldið próf i
mótorvjelafræði og voru prófdómarar
skipaðir af hr. sýslum. Karli Einarssyni,
þeir vjelasmiðameistari Jóh. Hansson og
Th. Thomsen.
Af 9 sem gengu undir prófið, voru 8
sem stóðust það, sumir með ágætis eink-
unn.
Þetta námsskeið er hið fyrsta sem hald-
ið hefur verið í Vestmannaeyjum.
Margir voru það, sem á ýmsan hátt
stnðluða að því, að námskeiðið tækist vel.
Öllum þessum mönnum flyt jeg mínar
bestu þakkir.
Gleðilegt er að vita það, að áhugi
manna út um landið skuli vera tölu-