Ægir - 01.11.1915, Síða 4
146
ÆGIR
verðuí fyrir þessum námskeiðum, enda
er þörfin svo auðsjeð, og ættu þessi nám-
skeið því að geta bætt úr einhverju því
sem áður hefur miður farið. En æski-
legt væri að verklega kenslan gæti verið
að mun meiri.
í Vestmannaeyjum eru nú um 60
mólorbátar, og 6 nýjir, stórir og fallegir
bátar bætast við i vetur. Yestmanna-
ej^jar eru nú stærsti mótorbátaútgerðar-
staðurinn á landinu, enda eru það mikil
auðæfl, sem þangað berast að landi þeg-
ar vel lætur.
Vátrygging fiskiskipa.
(Útdráttur úr reglugjörö 22. jan. 1910, fyrir
Samábyrgö íslands á fiskiskipa).
Vátryggingarkjör og skaðabótaskiiyrði.
8. gr. í samábyrðina má taka:
A. íslensk ábyrgðarfjelög báta og skipa,
sem hafa lög sín staðfest af stjórnarráði
íslands. Þó mega regluleg ársiðgjöld i
félögum þessum fyrir skip, sem vátryggja
á i Samábyrgðinni, ekki fara niður úr 3°/«
af vátryg'gingarfjenu. Fyrir hvert skip
skal ennfremur greiða i varasjóð i reikn-
ing skipsins um leið og það er vátrygt í
Samábyrg'ðinni 1% af válryggingarfjenu;
en fjárhæð þessi greiðist aftur sem upp-
bót, þegar skipið gengur úr vátryggingu,
ef það hefir enga skaðabótakröfu gert,
sem Samábyrðinni ber að svara til, með-
an það var vátrygt.
Milli Samábyrgðarinnar og fjelags, sem
óskar að verða meðlimur hennar, skal
gera samning um þau sérslaklegu skil-
yrði, sem sett eru fyrir töku þess í Sam-
ábyrgðina. Þó má ekkert i slíkum samn-
ingi koma i bága við reglugjörð þessa.
Ef samningnum er ekki sagt upp fyrir
1. október, telst hann endurnýjaður fyrir
næsta ár.
Eigendur hinna vátrvgðu skipa og Sam-
ábyrgðin hafa engin viðskifti, því að á-
byrgðarfjelögin koma ein fram bæði gagn-
vart eigendunum og Samábyrgðinni.
Samábyrgðin tekur að sjer þann hluta
af áhættunni á skipum, vátrygðum i ís-
lenskum ábyrgðarfjelögum, sem fer fram
úr því, er fjelög þessi samkvæmt lögum
sínum mega sjálf taka ábyrgð á, og þvi,
sem þau krefjast sjálfsábyrgðar á. Skylt
er ábyrgðarfjelögum þeim, sem eru með-
limir Samábyrgðarinnar, að láta henni í tje
þenna hluta áhættunnar og Samábyrgð-
inni að taka við honum.
Svo fljótt sem unt er skal senda Sam-
ábyrgðinni skýrslur um ábyrgðir þær,
sem fluttar eru yfir til hennar, og skal
það í síðasta lagi gert 4 vikum eftir
byrjun vátryggingarársins, en siðan viku-
lega. Skýrslur þessar skal rita á endur-
tryggingarskrár, sem til þess eru ætlaðar.
Afrit af ábyrgðarskírteinum og virð-'
ingargjörðum skal senda samábyrgðinni
svo fljótt sem unt er.
Hvert ábyrgðarfjelag um sig fram-
kvæmir sjálft alt það, er lýtur að upp-
töku skipa til vátryggingar og virðingu
þeirra og ber sjálft allan þann kostnað,
sem af því leiðir. Kostnaðurinn við sljórn
ábyrgðarfjeiaga þessara er Samábyrðinni
og algerlega óviðkomandi.
Til grundvallar fyrir hverri vátrygg-
ingu skal leggja vátryggingarkjör og
skaðabótaregiur hinna einstöku ábyrgð-
arfjelaga, þar sem það ekki kemur í
bága við reglugerð þessa eða ákvæði þau,
sem sett eru samkvæmt henni. Sam-
ábyrgðin er bundin við lög ábyrgðarfje-
laga þeirra, sem eru meðlimir hennar,
og framkomu fjelaganna samkvæmt lög-
unum. Þó skulu fjelögin fá samþykki
Samábyrgðarinnar lil þess að höfða mál