Ægir - 01.11.1915, Side 8
150
ÆGIR
Ef báturinn verður fyrir sætjóni, er
ónýtingarúrskurður um bátinn eða mót-
orinn því að eins bindandi fyrtr Sam-
ábyrgðina, að verð bátsins eða mótors-
ins að viðbættum v ðgerðarkostnaðinum
fari fram úr vátryggingarfjenu, sem á-
kveðið er i vátryggingarskirteininu fyrir
bátinn eða mótorinn, og Samábyrgðin
áskilur sjer rjett til, ef annað»vort bát-
urinn eða mótorinn verður íyrir ón)d-
ingarúrskurði, að setja annan nýjan i
staðinn.
12. gr. Þá er um algerðan skiptapa
er að ræða, en þá eru skaðabæturnar
alt válryggingarfjeð að frádregnu verði
þess, er bjargað kynni að hafa verið, ber
þeim vátryggjanda að láta við móttöku
skaðabótanna af hendi við Samábyrgð-
ina vátryggingarskírteinið kvittað með öll-
um þess rjettindum.
Þegar skaðabætur eru aftur á móti að
eins greiddar fyrir nokkurn hluta og vá-
tryggingarskírteinið gildir áfram fyrir
þann tima, sem til var ætlast, er gefin
sjerstök kvittun fyrir móttöku skaðabót-
anna.
F)rrir gufuskip og seglskip gilda þeir
frestir fyrir afsölun þeirra i hendur vá-
tryggingarfjelaganna gegn greiðslu vá-
tryggingarfjársins (abandonfrister), sem á
hverjum tíma eru ákveðnir i ábyrgðar-
skírteinum sjóvátryggingarfjelaganna í
Kaupmannahöfn. Fyrir önnur skip er
ákveðinn 3 mánaða frestur.
Ef um árekstur er að ræða, er vá-
tryggjandi skyldur til að gefa Samábyrgð-
inni umboð til þess fyrir sina hönd að
skjóta því til úrskurðar dómstólanna,
hver eigi að greiða skaðabæturnar.
Tjón, er eigi nemur 2% af tryggingar-
fjárhæðinni, verður eigi bætt, nema það
fari fram úr 300 kr. á einstöku fari eða
verðmæti hefur verið lagt í sölurnar af
hálfu vátryggjanda til þess að komast
hjá meiru tjóni, eða bjarga öðrum eig-
um vátrygðum i Samábyrgðinni. Frá
skaðabótunum skal ætíð draga 2°/o af
tryggingarfjárhæðinni, en þó eigi yfir
300 kr.
Ef það sannast, að skipstjóri hafi af
ásettu ráði eða fyrir vitavert hirðuleysi
valdið tjóninu, má draga alt að því 20%
af skaðabótafjenu. Hafi vátryggjandi í
sviksamlegum tilgangi tvitrygt hið sama
eða hafi hann gerst valdur að tjóni af
ásettu ráði eða fyrir vitavert hirðuleysi,
er Samábyrgðin laus allra mála um
skaðabótaskyldu. Þó skal Samábyrgðin
ávalt skyld að greiða svo mikið af skaða-
bótunum, sem þarf til að greiða lán af
almannafje, þar með talin lán úr is-
lenskum bönkum og sparisjóðum, er
veitt hafa verið gegn veði i skipinu eða
bátnum, þó er eigi skylt að greiða meira
en nemi s/5 tryggingarfjárhæðarinnar, og
á Samábyrgðin þá endurgjaldskröfu á
hendur þeim, sem sekur er.
Þá er reiknaðar eru út skaðabætur
fyrir bilun á seglskipum, skal draga frá
fyrir fyrningu:
a. Fyrir bilun á skipskroknum:
1) Þegar skipið er 1—6 ára gamaltVo
2) Þegar skipið er eldra en 6 ára %
b. Fyrir bilun á mótorum ásamt
vindum, skrúfu og öðrum vjela-
útbúnaði, er þeim fylgir:j
1) Þegar vjelaumbúuaðurinn er
1—2 ára gamall .............Vs
2) Þegar hann eldri en 2 ára.. V3
c. Fyrir bilun á mótorkænum, er
fylgja þilskipum:
1) Þegar mótorkænan er 1—2 ára
gömul ................... V5
2) Þegar hún er eldri en 2 ára... V5
d. Fyrir bilun á seglum, köðlum,
mótorlausum skipsbátum og öðr-
um skipsbúnaði ................V3
Þó er ekkert dregið frá ,ef um ak-