Ægir - 01.11.1915, Qupperneq 19
ÆGIR
161
Kríngum land.
Föstudaginn 8. október lagði jeg af
stað frá Reykjavík með Botniu, sem þá
fór vestur og norður um land til út-
landa. Var ferðinni einkum heitið til
Siglufjarðar og Eyjafjarðar.
Siðastliðið vor hafði eg margsinnis
reynt að komast þangað norður, en lenti
ávalt i is og varð svo að hætta að síð-
ustu, með því að þá feið að þingi.
Botnía kom við á Isafirði, en hafði
þar stutta dvöl; kom þangað ld. 11 f.
hd. 9. okt. og lagði þaðan af stað kl. 5
í. hd. hinn 10.
Til Reykjarfjarðar komum vjer um
kl. 2 e. hd.
Jeg hafði einsett mjer, að svo miklu
leyti, sem svo stutt viðdvöl leyfði, að
kynna mjer, að hve miklu leyti Reykjar-
ljörður væri fallinn til síldveiði.
Jeg var þar þvi alflengi í landi og gekk
nokkuð út með firðinum sunnanmegin.
Skamt utan við kauptúnið eru síld-
veiðahús og hafskipabryggja sem er eign
Norðmanns nokkurs, er Sakse heitir.
Eru nokkur ár síðan hann tók lóð þarna
á leigu og bygði þar hús og bryggju.
Rak hann þar síldveiði eítt eða tvö ár
en mishepnaðist og varð að hætta, enda
mun hann eigi hafa verið fjáður maður.
Hefur hann nú hin síðari árin leigt húsið
fyrir verbúð, sjómönnum úr ýmsum átt-
um, einkum frá ísafjarðardjúpi, sem hin
siðari ár hafa stundað fiskiveiðar við
Reykjarfjörð um sumarmánuðina og
heppnast vel að jafnaði.
Reykjarfjörður virðist sjerlega vel fall-
inn til sildveiða. Hann má heita allur
ein höfn og á mörgum stöðum er að-
djúpt og þyrfti því eigi langar bryggjur.
Við síldveiðistöð Sakse, sem áður er
nefnd er bryggjan eigi 6 melra löng fram
og er þó um 4 metra dýpi við hana um
fjöru. Væri hún lengd fram um 4 melra,
mundi fást alt að 10 metra dýpi við
hana, um háfjöru. Mismunurinn á flóði
og fjöru er ekki, eftir þvi sem mjer var
sagt, yfir 2 metra og er það mikill og
góður kostur.
Aftur hefur Reykjarfjörður þann mikla
ókost, sem sildveiðistöð, að þangað ligg-
ur enn enginn sími, en án hans er sild-
veiðistöð því nær ómöguleg. Er bráð
nauðsyn að bæta sem fyrst úr þeim
galla, enda eigi mjög dýrt né erfitt að
tefigj3 þangað síma frá Hólmavik, yfir
svo ka.llaða Trékyllisheiði og ætti þá sú
simaálma að ná til Norðfjarðar.
Naumast mun koma það ár að fjörð-
urinn eigi fyllist af síld og stendur hún
þar alllengi.
Þá er ílóinn utan við fjörðinn eigi síð-
ur sildarsæll.
Á mörgum stöðum við fjörðinn er
fult svo auðvelt að gera hafskipahryggjur
og þar sem Sakse valdi sér stöð og ör-
skamt fyrir utan stöð Sakses, er jafnvel
enn betri staður.
Oft kemur hafís að vísu inn á Reykj-
arfjörð, en litil eða engin hætta á að
hann skemmi bryggjur, því þannig hag-
ar til, að fram í fjörðinn ganga kletta-
raðir með vogum inn á milli. Hlifa
klettaraðirnar fyrir ísnum.
Aðalveiðistöðin er á Gjögrum yst við
fjörðinn, að norðan. Hefur sú veiðistöð
um langan aldur verið mjög fiskisæl og
þaðan hefur komið bestur hákarl hjer á
landi að Sigluneshákarli ólöstuðum.
Eigi er langt frá kauptúninu (Kúvik-
um) út að Gjögrum, liklega um 1 klukku-
stundar róður i logni, en eigi gat jeg þó
komið því við að fara þangað, meðan
skipið stóð við, og langaði mig þó að
eiga þar tal við menn.
Jeg skrifaði því gömlum kunningja