Ægir - 01.11.1915, Síða 20
162
ÆGIR
minum, Jakob J. Thórarsen, sem er út-
vegsbóndi þar o<> fór þess á leit við hann,
að hann stofnaði þar fiskiijelagsdeild.
Þóltist jeg sjá, að þar væri mikil þörf
fjelagsskapar meðal sjómanna.
Eftir að jeg kom hingað til Re)>kja-
vikur fjekk jeg svo brjef frá hr. Jakob
dags. 1. nóv. og tilkynnir liann mjer, að
hann hafi kallað saman fund 30. okt. og
að á þeim fundi hafi verið stofnuð deild
með 12 meðlimum.
Segir hann undirtektir hafa verið mjög
góðar og væntir þess að deildinni bætist
fleiri meðlimir áður en langt liður ogað
hún verði hjeraðinu að gagni. Er brjef
Jakobs vel þess vert, að það væri birt í
heild sinni, en eigi mun það gert án
leyfis hans.
Frá Reykjarfirði hjelt Botnía til Blöndu-
óss. Var þar títil viðdvöl, enda ekkert
fyrir mig að gera þar, því þar alls eng-
inn sjávarútvegur.
Frá Btönduós var haldið til Skaga-
strandar.
Á Skagaströnd er nokkur vélab itaút-
gerð. Eigi gat eg’ haldið þar fund vegna
þess hve stutt var staðið við.
Fært virðist að gera allgóða höfn fyrir
smærri skip, á Skagaströnd Mun og
minnast á það einhvern tíma seinna.
Frá Skagaströnd var haldið til Sauðár-
króks. Þar lágum vjer að eins yfir svart-
nællið og hjeldnm svo lil Siglufjarðar.
Þegar lil Siglufjarðar kom var Botnia
orðin 3 dögum undan áætlun og er slíkt
óvenjulegt, en hún hafði líka óvenjulega
rúma áætlun að þessu sinni.
Alla þessa þrjá daga lágum við á
Sigluíirði, án þess eg t æti nokkuð að-
hafst nnnað en oð sjá mig um i kaup-
túninu og leita ýmsra upplýsinga. Or-
sökin til þess, að jeg eigi gat haldið fund
að því sinni var sú, að allir voru önn-
um kafnir við útskipun á lýsi og sild
og að allur þorri útgerðarmanna var
fjarverandi, inni á Akureyri. Höfðu þeir
íarið með Pollux og ætluðu að koma
aftur með Goðafossi. sem þá var von á
hverri stundu.
Jeg rjeð því af að halda með Botníu
til Akureyrar og kom svo þangað um
kl. 10 f. hád. 15. október. Daginn eítir
fór jeg svo með Goðafossi til Siglufjarð-
ar. Lögðum vjer frá Akureyri um kl.
11 e. hád. og komum til Siglufjarðar um
kl. 5 f. hád. sunnudag 17. október.
Þann dag var ekki hægt að koma
fundi á, með þvi að menn voru þreyttir
eflir ferðina og urðu þess utan að sinna
.skipinu.
(Frh.)
Nýr innlendur iðnaður.
Hr. Sigurjón Pjetursson, fyrrum verk-
sljóri hjá kaupm. Th. Thorsteinsson, er
nýkominn frá útlöndum og hefur nú
sett á stofn hina fyrstu færaspunaverk-
smiðju á íslandi, síöan Skúla fógeta leið.
Hann hefur valið hina rjettu leið til
þess að kynna sjer færasnúning, er hann
fór til Hollands. Frá alda öðli hefur sú
atvinnugrein verið stunduð þar og verið
i blóma, og færi, og það er til veiða út-
heimtist, er í mjög miklu áliti um allan
beim. Kemur þetta fyrirtæki og ferðalag
sjer vel, einkum nú, þar sem eigi er
annað fyrirsjáanlegt, en að örðugt muni
verða að afla veiðarfæra hingað til lands
meðan á ófriðnum stendur. Sigurjón
veitir nú atvinnu 30 manns, við neta-
gjörð og færaspuna. Ættu menn að láta
hr. Sigurjón Pjetursson njóta þess, að
hann hefur komið færaspuna og neta-
gjörð á, og leitt þá atvinnugrein inn í
landið.
Prentsmiöjan Gutenberg.