Ægir - 01.05.1930, Síða 6
96
ÆGÍR
Margrét.
skólans liér. Þeir Zoéga og Markús unnu
svo í sameiningu a<S því, að fá hér aukna
kenslu í stýrimannafræði og fengu þvi
framgengt, að stvrkur var veittur af al-
inannafé til liennar og loks, að Stýri-
mannskólinn var settur á stofn með lög-
um, 22. maí 1890. Var og Eiríkur Briem
þar í ráðum og vann að stofnuninni af
áhuga.
Næstu skipin, sem Zoéga eignaðist
voru „Fálkinn“ skonnorta, keypt frá
Færeyjum, næsta „Geir“, sem einkum
slundaði liákarlaveiðar undir stjórn
Sigurðar Símonarsonar — og var ætíð
heppnis skip. Um 1884 keypti Iiann af
Vogamönnum skonnortu „Ane Mat-
hilde“, sterkt og gott skip, en „stóð illa
á fiski“. „To Venner“ skonnorta var
smíðuð í Danmörku; hana keyptu þeir
Zoéga og Jón Ólafsson í Hlíðarhúsum í
félagi, en síðar eignaðist Zoéga skipið að
öllu. Þá er næsta skip hans, „Margrethe“,
sem á það skilið, að um sé farið nokkrum
orðum.
Ýinsar sögur fara af livernig Zojéga
liafi eignast það skip; segja sumir, að
hann liafi látið smíða það, aðrir að hann
hafi kevpt það nýsmíðað í Danmörku,
en um haustið 1887, er „Margrethe“
danskt vöruflutningaskip og tekur þá
kjöt á Skagaströnd, sem fara átti til Dan-
merkur. Á leiðinni fékk hún storma
mikla, mastur brotnaði og flest segl rifn-
uðu; var þá hleypt til Færeyja (Trangis-
vaag) og lá skipið þar um veturinn og
þar keypti Zoéga það fvæir 8000 krónur;
var gert við það þar og komst Zoéga þá
í kynni við slippstjóra Andersen og
j