Ægir - 01.05.1930, Síða 10
ÍOU
Æ G I R
liér, voru öll hlaðin kolum og cementi,
hreinsuð, útbúin með saltkössum og öllu
því er þorskveiðaskip þurfa að liafa inn-
anborðs og voru ferðbúin til veiða liinn
25. marz. Þá var unnið hjá Geir. Skipin
náðu mesta hluta vertíðar og tilgangin-
um var náð.
Þetta, að Zoéga liafði farið til skipa-
kaupa til Englands og lýsing þessi kann
í fljótu bragði að virðast litið efni til að
skrifa um langt mál, cn fyrir fiskimenn
landsins er sú ferð þýðingarmikil og vert
að hennar sé getið, því hún gerhrevtti
útvegnum hér, og hún varð til þess, að
tugir af samskonar ski])um gengu héðan
til veiða á næstu árum, því skipum Geirs
fylgdu þegar önnur. Fiskimennirnir
vildu ekki ráða sig á annað en kúttara
úr því þeir fóru að sjást. Þar voru á-
byggileg skip og rúmgóð og þægindi
í’Jeiri en menn voru vanir hér á fiski-
skipum áður. Þeir sem peninga áttu,
kepptust um að ná í kútter og útvegur
þessi óx liröðum fetum. 1 kaupum þess-
um voru sumir óhepnir, enda ekki eins
fyrirhyggjusamir og Geir, að hafa með
sér eða senda út skiþasmið til að skoða
skipin, áður enn kaup voru gerð.
Eins og Zoéga var frumkvöðull lil að
Stýrimánnaskólinn var stofnaður, eins
má með réttu segja að Englandsför Iians
1897, hafi verið byrjun til annars skóla,
sem fjöldi manna nýtur nú góðs af, og
það er hin verklega þekking, sem ruddi
sér svo lil rúms eftir að kúttararnir
komu, meðal fiskimanna hér, að jieir
á skömmum tíma komust þangað, sem
annara þjóða fiskimenn láta staðar
numið.
Skipstjórar og stýrimenn saumuðu og
sniðu sín eigin segl, og mun það fátítt,
að jafnmargir kynnu þá iðn og hér.
Þegar skipin hættu veiðum á Iiaustin,
var þeim lagt í vetrarlegu og þannig þrif-
in, að þegar litið var á flotann, þar sem
hann lá, mátti ætla að hér væru skemti-
skip en ekki fiskiskip; þannig voru þau
fáguð og' vel frá öllu gengið, og þeir,
sem gera það, sanna að þeir liafi gengið
i gegnum góðan skóla, sem fvrir sjó-
menn vfirleitt mun liinn affarasælasti.
Um 10 ára skeið gerði svo Zoéga út
þessa tegund ski]>a, og hætti þá fyrir
fult og alt útgerð, ])að var um 1908, og
10 árum eftir, eru þessi skip að hverfa
úr sögunni. Botnvörpuskip og rnótor-
slcip liafa nú rutt sér rúm; þá byrjaði
nýr skóli, bvgður á kunnáttu manna frá
þeim gamla, og reynslu j)eirri, sem
menn fengu þar.
Skipastóll Geirs Zoéga
„Fanny“. „Bevkjavík“. ,,Gvlfi“, eig-
endur Geir Zoéga, Kristinn Magnússon
og Jón Þórðarson. „Haraldur“. „Litli
Geir“. „Fálk,inn“. „Ane Mathilde“.
„Geir“. „Margrethe“ (eigandi Zoéga
einn). „To Venner“ (Zoéga og Jón Ólafs-
son i Hlíðarhúsum). „Toiler“ (Zoéga
einn og eftirtöld skip). „Isahella“.
„Fríða“. „Sjana“. „Josephina“. „Guð-
rún Zoéga“. „Victory“. „Familien“
(strandaði við Stafnes).
Árin 1897—1900 liöfðu um 00 menn á
landi, að lieita mátti, stöðuga vinnu við
útgerð og verzlun hans, auk þeirra, sem
ráðnir voru á skipin og j)eirra er liskinn
verkuðu , sem var mjög dreifður liópur,
en mannmargur j)ó; konur og karlar
tóku j)á fisk til verkunar og var honum
þannig komið fvrir; mátti oft líta barna-
liópa að hjálpa til við breiðslu og á ýms-
an liátt aðstoða mæður sinar, sem oft
unnu að þessu einar, er mennirnir voru
á sjónum. Vakti ])cssi vinna barnanna til
dáða og var gamli maðurinn oft liýrleit-
ur er hann sá hið smávaxna lið, önnum