Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1930, Side 11

Ægir - 01.05.1930, Side 11
Æ G I R 101 kafið, því leti og slæpinsháttur var hon- uin, starfsmanninum, óþolandi. Geir Zoéga var tvíkvæntur; var fyrri kona lians Guðrún Sveinsdóttir, systur- dóttir Jóns Thorsteinsen landlæknis og var hún ekkja eftir Kristján Þorsteins- son kaupmann, ahlavin Geirs. Er þeirra dóttir frú Kristjana, ekkja kaupmanns Th. Thorseins- son. Giftust þau Geir hinn 8. september 1800. Seinni kona hans var Helga Jónsdóttir frá Ármóli, sem enn lifir ásamt fjór- um börnum og eru þau þessi: Hólmfríður gift vegamála- stjóra Geir Zoéga, Kristjana gift John Fenger ræðismanni, Geir útgerðarmaður giftur llalldóru Olafsdóttur Ófeigssonar frá Keflavik, Guðrún gift Magnúsi Jochumssyni póstfulltrúa. Síðari konu sinni giftist hann 22. febr. 1893. Fóstursynir Zoéga voru þeir hræðrasynir hans tveir, Geir Tómasson Zoéga, sem varð rek- tor Mentaskólans og Helgi Ein- arsson Zoéga kaupmaður, sem báðir eru látnir. Ýmsa menn styrkti hann til lærdóms en um það var ekki haft hátt, það varð- aði liann einan og þá. Geir Zoéga andaðist sunnu- dagsmorgun 25. mars 1917, eftir uppskurð og varð lungnabólga bana- uiein lians. Hann var ætíð mikilsmetinn borgari þessa bæjar og sæmdur heiðursmerki dannebrogsorðunnar og riddarakrossi bennar. Rúmið leyfir ekki, að allra þcirra skip- stjóra sé minst, sem unnið liafa á útvegi Zoéga, og æltu þeir það þó skilið, sem á sjónum studdu að fyrirtækjum lians. Sumir eru dauðir en margir af skipstjór- um lians eru á lífi enn og munu þeir flest- ir, ef ekki allir, kannasl við hinn g'óða skóla, sem þeir lentu i, á Geirskipun- um, og þótt þeir liafi siðar öðlast betri stöður en þar var hægt að bjóða, munu Geir Zoega 75 ára. þeir minnast margra gleðistunda þar. Geir Zoéga þótti stundum ómjúkur i orðum og fekk oft kalda dóma lijá þeim, er nn'ður þekktu til, en kunnugir vissu, að lijartalag hans var fáum líkt, er bágstadd- ir átlu í hlut. Zoéga var árrisull og Heykvíkingar fóru í hans tíð fyr á fætur en nú, en sjaldan var svo, að liann væri ekki þeirra fyrstur. Hanii vildi fylgjast með dagsverkum

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.