Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1930, Page 12

Ægir - 01.05.1930, Page 12
102 ÆGIR þeim, seni liann lél vinna, frá því þau voru hafin á morgnana, þar til hætt var á kveldin og það gerði liann dyggilega og notaði ekki annara augu til að sjá með. Bátaútgerð hans, sein eigi var lítil gleymd- ist er skúturnar fyrstu koinu til sögunnar, ]>ær urðu smáar í augum manna, er kútt- erarnir komu á sjónarsviðið, og þeir urðu að vikja fyrir togurum og mótorskipum, en vinnuaðferðir þær, sem lærðust á hin- um gleymdu skipum, halda áfram að vera til, kynslóð eftir kvnslóð, en hvort þeim verður lialdið í horfi, niun tíminn sýna, en hetur að svo yrði. Að lokum má geta þess, að uppeldis- sonur Zoéga, Helgi E. Zoéga, var um langl skeið iians önnur hönd i öllum fyrirtækj- um hans og Sigurjón Jónsson frá Ármóti, mágur Geirs, Iiefur verið við verzlunina í 26 ár, og veitt henni forstöðu frá 1917 er Zoéga féll frá. Gisli, sonur Gísla Tómas- sonar, sem áður er getið, liefur verið við liana um 30 ár og faðir lians var hjá Geir, áratugi, hæði sem formaður á hátaútveg lians, ferðamaður og verzlunarmaður, ekki að gleyma Borgþór Jósefssyni, sem hjá honum var f jölda mörg ár og var hans fvrsti maður í tvennum skilningi og með sanni má segja, að ekki hafi menn oft hafl vistaskifti við þá verzlun, sem einlivern- veginn hefur verið rekin svo, l)æði meðan hún var stór og eftir að útgerð hætti og hún varð umfangsminni, að útkoman mun vera sú, að væri hún gerð upp, á 50 ára afmælinu i septemher 1930 mundi hver fá sitt, og vel það. Fólkshald þetta afsannar, að Zoéga hafi verið stirður liúsbóndi. Við sem eittlivað unnum hjá honum fórum fæstir varliluta af ýmsum tækifærisskotum, sem áttu við í það og það sinni; voru þau af mismunandi styrk- leik, eftir því hvernig lá i gamla mannin- um, en þetta tókum við, sem þektum hann, sem sináskúrir í aprílmánuði, sem frjóvga jörðina. Vinur lians, Guðlaugur Torfason, sá sem kútterana valdi, árið 1897, varð til þess að smíða utanum Zoéga. Kistan var úr stórmastrinu (pitchpine) úr fegursta skipi hans, „Margretlie“ og' átti það vel við. Annars má segja það, að eignaðist Zoéga vini, þá hélst sú vinátta að öllu jöfnu til æfiloka. Geir Zoéga var það, sem fáum heppn- ast að vera, liöfðingi og alþýðumaður í senn. Hér er aðeins lauslega drepið á hið helsta er Zoéga hafði með liöndum og rúm í „Ægi“ er svo takmarkað, að ýmsu merkilegu verður að sleppa, t. d. útkomu skipanna, hæði á þorsk- og hákarlaveiðum og ýmsan samanhurð, sem gleggst myndi sýna ýmsa þá örðugleika, sem við var að stríða í þá daga og sem við, sem nú lif- um, hefðum gott af að kynna okkur, áður gert er lítið úr því, sem er grundvöllur undir stórútgerð og fleira í þessum hæ. Sveinbjörn Egilson. Dánarfregnir. f Frú Frederikke Briem, ekkja Gunn- laugs lieitins Briems kaupmanns og móð- ir framkvæmdarstjóra Ólafs Briems, and- aðist á heimili sonar síns 2. mai s.l., mésta merkiskona. f Þorsteinn Jónsson kaupmaður (frá Seyðisfirði) andaðist nýlega hér í bænum. Var liann alþekktur dugnaðarmaður; jarðsunginn var hann hinn 14. maí.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.