Ægir - 01.05.1930, Blaðsíða 17
ÆGIR
107
markaði, ekki aðeins í Italíu heldur og á
Spáni. Hafa þeir árið sem leið sent smá-
sendingar til þessara staða á Suður-Spáni,
Sevilla, Malaga, Alicante og Valenciu.
En lillar hafa þessar sendingar verið til
þess, að enn þá sé hægt að dæma um
árangurinn af þeim.
Að endingu viljum við minnast á eitt
atriði, sem ekki er minst um vert, og
það er það, að við þurfum að vanda
meðferðina á fiskinum okkar meir en nú
er gert. Jóns álit er það, að í þessu efni
hafi okkur farið aftur hin seinni ár. Við
knnnnm nú að fara svo með fiskinn að
úr honum verði góð markaðsvara, en
við gerum það ekki eins og skyldi. Það
er gott og blessað að við höfum nú mark-
að fyrir allan okkar saltfisk, ekki að-
eins þann góða, heldur líka þann lakari
og þann vonda, og með réttu og ströngu
mati getum við vonandi ekki aðeins
haldið þessum mörkuðum okkar, heldur
og aukið þá. Við þurfum nú ekki að
skemma fyrir okkur á vandlátari mörk-
uðum með því að senda þeim fisk, sem
þeim ekki líkar. Þann fisk getum við
sent á aðra markaði óvandlátari. En þeir
fiskframleiðendur eru því miður of marg-
ir til heima, sem svo lítið hugsa um að
vanda þessa vöru sína, að minst af henni
ætti eftir ströngu mati að metast sem
nr. 1, heldur sem nr. 2, 3 og 4 og úr-
gangsfiskur. Hve mörgum hundruðum
þúsunda töpum við ekki þannig árlega,
að of illa er farið með gott efni? Hve
mikið seljum við árlega af nr. 2 fiski,
sem hefði getað selst sem nr. 1 ef með-
ferðin á honum hefði verið góð? Við
spyrjum, ekki til að fá svar, heldur til
þess að vekja athygli manna á þessu.
Þetta þarf að lagast og mun sennilega
eina ráðið til þess vera nógu strangt mat.
Með þvi munu augu manna smá opnast
fyrir þvi, að það borgar sig ekki að fara
illa með fiskinn. Og vist er það, að fram-
tið saltfisksverzlunar okkar er fyrst og
fremst undir því komin að við vöndum
vöruna meir en keppinautar okkar, því
með gœðunum einum getum við kept við
þá til lengdar, en ekki með verði.
II.
21. marz 193.
Nú eru 3 skip á leiðinni hingað (Sus-
anna, Rensfjell og Velox). Munu þau öll
koma hingað um líkt leyti, eða í kringum
næstu mánaðamót og má þá húast við
einhverri verðlækkun, sérstaklega ef mik-
ið kemur af fiski, sem ekki líkar hér og
altaf má búast við, að verði talsvert af,
þar sem þetta eru síðustu farmarnir með
fisk frá fyrra ári.
Síðustu sölur á húsþurkuðum fiski
liingað munu vera á 40 sli. cif, eða kring-
um það með afskipun i lok þessa mán-
aðar, en heyrt hefi ég, að fiskur til af-
skipunar í apríllok sé hoðinn út fyrir 1—2
sh. lægra verð.
Enginn efi er á þvi að það mun auka
kauplyst innflytjenda að afskifti matvæla-
nefndarinnar af heildsöluverðinu á salt-
fiskinum, hefir verið afnumið. Þó mat-
vælanefndir séu í mörgum bæjum á
Spáni, hefir áhrifa þeirra á saltfiskverð-
ið hvergi gætt nema liér í Barcelona.
Gengi pesetans, sem í byrjun þessa
mánaðar komst lægst niður í 42.50 fyrir
sterlingspundið hefir smáhækkað síðan
um miðjan mánuðinn upp í kringum
38.50 peseta fyrir pundið. Búast menn al-
ment við að gengið muni haldast í kring-
um þetía nokkurn tíma, þó menn húist
frekar við, að það hækki lieldur en lækki.
Er sagt að stjórnin vilji verðfesta peset-
ann, en í hærra verði en þessu.
Ekki húast menn liér við neinum oeirð-
um né uppreist þó breyting yrði á stjórn-