Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1930, Page 31

Ægir - 01.05.1930, Page 31
Æ G I R 121 markaðinn, urðum við að undirselja Norðmenn svo um munaði, en nú erum við komnir þar svo vel inn, að við þurf- um í rauninni ekki að selja neitt lægra verði en þeir, ef við aðeins gætum þess, að senda þeim altaf fisk eins og þann, sem var í bestu förmunum, sem þangað fóru í fyrra. Nú voru farmarnir ekki allir jafn- góðir og sumir með skemdan fisk. Fulla tiltrú liafa Portúgalar því ekki enn á þvi, að við sendum þangað altaf jafngóðan fisk og' þangað til sú tiltrú er féngin, virð- ist rétt að selja okkar fisk eitthvað lægra verði en þann norska, eins og 1 sh., í allra iiæsta lagi 2 sh. I samkepninni við Norð- menn mun það ennfremur stvðja aðstöðu okkar í Portúgal ef við getum forðast eins miklar verðsveiflur eins og Portúgalar liafa átt að venjast frá Norðmönnum þannig, að menn í sama hæ hafa fengið samskonar fisk á liér um bil sama tíma fy rir mismunandi verð, og ódýrari fiski dembt inn á markaðinn þó mikið væri þar tyi'ir af dýrari fiski. Gagnvart Portúgal sérstaklega álít ég því nauðsynlegt að koma sér sem fvrst niður á einliverju verði, sem maður ekki kviki frá, þ. e. a. s. lækki ekki fyr, en við þá erum reknir til þess af öðrum en sjálfum okkur. Ekki hefi ég heyrt að okkar fiskur hafi verið hoðinn út i Portúgal fyrir lægra vei-ð en 42 sh., en fvrir því getur það vel verið. En fyr en Norðmenn eru komnir niður undir 46 sli. l’innst mér óþarfi að lækka okkar úr 42/—. Með 42/— cif,- verði cr fiskurinn okkar svo ódýr í Portú- gal, að nevzlan á honum á að geta verið mikil. Mér hefir orðið svo skrafdrjúgt um Portúgalsmarkaðinn, af því að ég' hvgg að okkur verði liann sérstaklega þarfur í ár, vegna hins mikla afla og' vegna þess, hve Faxaflóa og' Vestmannaeyja-fiskurinn er smár í ár. Bilbao. Samkv. skýrslu danska konsúls- ins þar, voru fiskbirgðirnar þar 18. marz af: Aðflutningur írá 18. marz lil 29. apríl íslenzkum ca. 1000 tonn — 1100 — Færeyskum ca. 400 tonn — 250 - Norskum » ca. 250 tonn Birgðir 29. april . . Samtals ca. 2100 tonn — 500 — ca. 625 tonn - 75 — ca. 250 tonn - 25 — Þannig selt á timabilinu ca. 1600 lonn ca. 550 tonn ca. 225 tonn Alls hefir salan því verið kringum 2375 tonn. Samkv. skýrslum danska konsúlsins var salan i Bilhao frá 19. marz til 30. apríl i l.vrra á öllum saltfiski samtals ca. 1500 smál. I fyrra var vei’ðið á þessu tímabili 65 90 pesetar, í ár kringum 100. — I l.vrra var neyzlan óvenju litil og háu fisk- ^erði nokkuð um kent. Alment sag't að færi að draga úr nevzlnnni ef fiskurinn færi UPP úr 80 pesetum. 1 ár liefir neyzl- an verið mikil þrátt fvrir hið háa verð. Ef þessar skýrslur eru réttar, liendir þetta á, að fólkið sé farið að venjasl háa fisk- verðinu. Nú hefir gengi iiesetans líka verið lágt svo lengi, að innlenda varan er hyrj- uð að hækka í verði, þó ekki iiafi hún enn hækkað jafnt og sú útlenda. Þó ýmsar ástæður hafi álirif á saltfisk- nevzluna aðrar en verðið, virðast þessar tölur henda á að Norður-Spánarmarkað- urinn þoli nú, án þess að neyzlan minki,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.