Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 9
ÆGIR 131 1 öllum kortum af Vestmannaeyjum, er Hundaskersklakkur, dýpi 18 m. P. T. að honum var leitað mikið, þar var farið á staðinn, sem kortið gaf upp, og síðan XU sjómilu út frá þeim stað, í allar áttir. Á þessu svæði fannst minnst dýpi 50 m., víðast frá 70—85 m. dýpi. Það sem hefur verið sagt um Hunda- skersklakkinn, á einnig við Bræðrabreka, á honum er í kortinu 18 m. dýpi, og P. T. Að honum var leitað á sama hátt og að hinum, en án árangurs. Dýpi á þess- um stöðum var víðast nálægt 90 m. og þar yfir. Ég hafði áður getið þess, að þessi grunn væru ekki til, svo mér kom það ekki á óvart, þó þau kæmu ekki í leitirnar, en þó má vel vera að Bræðra- brekagrunnið sé til, en þá verður það að liggja nær Smáeyjum, en leitað var, en að finna þessa dranga í sjónum, sem flestir eru ekki nema fáir faðmar að þvermáli, og sumir t. d. Ingimundar- klakkur og Litliboðinn suðvestur af Érí- dröngum, jafnvel ekki meira en einn til tveir faðmar í kollinn, þá geta flestir skilið, ef engin mið þekkjast að þá getur leitin orðið seinleg, og væri því gott, að sjómenn, ef þeir finndu áður óþekkt gvunn, tækju sem nákvæmust mið af þeirn, því ekki efa ég, að fleiri eru en fundist hafa ennþá. Eftir því sem kortin sýna (nr. 314) kggja fimm Helgusker með ekki 1 met- ers dúpi sunnan til í sundinu milli Hell- ]seyjar og Hundaskerja. Ég sagði yfir- foringja skipsins, að þarna væru engin sker, og sýndi hann mér það traust að fara nákvæmlega yfir þann stað, sem þau attu að vera á, með ca. 5 sjómilna hraða. Ekki efast ég um hverjar afleiðingar hefðu af þessu hlotist, þótt skipið væri n5’R en skerin forn, ef til hefðu verið, en dýptarmælirinn sýndi minnst dýpi 46 m. á þessum slóðum. Eftir því sem hægt var vegna öldu, voru mið tekin af þeim réltu Helgu- skerjum, sem eru tvö, og liggja í beina stefnu, þegar Geirfuglasker er austast í sundið milli Þúfnaskers og Hundaskers; annað skerið er víst markað nærri sanni á kortið og dýpi víst rétt 5V« meter, innra skerið liggur ca. l/s sjómílu inn í sundið. Eg hef nú, í framanskráðu, skýrt frá því helzta sem gerðist og er ég fyrir mitt leyti, ánægður með árangurinn, því hann sýnir fyllilega, að ekki var að ó- þörfu kvartað um skekkjur, en engan skal undra þótt skekkjur eigi sér stað á sjávarbotninum þegar það sannaðist í þessari ferð »Hvítbjarnar« hingað, að sjálfur vitinn á Stórhöfða hefur ekki rétta hnattstöðu. Til að skýra fyrir lesendum »Víðis«, hvernig mælingarnar voru framkvæmdar, þá er fyrst að geta þess, að þarna voru víst flest þau tæki siglingum viðvíkjandi, sem mannsandinn hefur uppfundið. Þeir sem tóku þátt í mælingunum voru yfirforingi skipsins (Chef), sem að- allega stjórnaði hreyfingum þess, og skip- aði fyrir þá hornmælingar skyldu fara fram ; annar var sérfræðingur í mæling- um, færði jafnharðan út á þar tilgert kort, útkomuna; tveir foringjar tóku hornmál, eftir ski'pun yfirforingjans, slepptu aldrei sextantinum, sérstakur maður, sem kallaði upp dýpið, eftir mælinum, (mátti ekki þreytast í tungunni), maður við stýrið, og svo læknirinn, hann var ætið beðinn að teikna myndir af miðunum, eins og þau lágu, þar sem grunnin voru, þessar teikningar nefna Danir »Toninger« og teiknaði hann 27 hér af Eyjunum og var hann hreinasti snillingur að teikna, sérstaklega þegar þess er gætt, hve ó- kyrt var. Eftir að því var lokið, voru að auki tekin fleiri hornmál í nokkurri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.