Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 14
136 ÆGIR f Valdimar Briem. Valdimar Briem vixlubiskup andaðist að Stóranúpi 3. maí. Víxlubiskupinn hafði mjög mist heilsu og krafta á síð- ustu árum, enda var hann kominn á83. árið. Hann var fæddur á Grund í Eyjafirði 1. febr. 1848, sonur ólafs Gunnlaugs- sonar Briem og Dómhildar Þorsteins- dóttur frá Stokkahlöðum. Tlu ára gam- all misti hann báða foreldra sína og var þá tekinn til fósturs af föðurbróður sln- um, Jóhanni prófasti Briem í Hruna, og settur af honum til mennta. 1869 varð Valdimar stúdent og útskrifaðist af presta- skólanum 1872. Næsta vor vígðist hann til Hrepphóla og var þar í 7 ár, en þá var það prestakall sameinað Stóranúpi og fluttist séra Valdimar þangað vorið 1880, svo að hann hafði nú, er hann andaðist, dvalið þar hálfa öld. 1896 varð hann prófastur og 1909 vixlubiskup Árið 1900 tók hann ólaf son sinn fyrir að- stoðarprest, en 1908 sagði henn af sér prestsskap, og fékk þá séra ólafur em- bættið eftir föður sinn. Séra Valdimar var talinn ágætur prestur og var mjög vinsæll hjá sóknarbörnum sínum og mikils metinn i héraði sínu. En litt lét hann almenn mál til sín taka. Það var bókmenntastarfsemi hans, sem gerði hann snemma þjóðkunnan og það er hún, sem lengi mun halda minningu hans á lofti. Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi janúar—apríl 1930. Eins og kunnugt er, hefur undanfarin vertíð verið hin aflasælasta. Liklega hef- ur aldrei verið meiri gnótt fiskjar hér á fiskveiðistöðunum en í vetur, og vafa- laust hefur aldrei komið jafnmikill fisk- ur á land i fjórðungnum um þenna árs- tíma. Vilanlega veldur nokkuru um þetta aukning íiskiflotans í heild, að veiðiskip- unum fjölgar, einkum i ísafjarðarkaup- stað, svo og í Önundarfirði, en í öðrum veiðistöðum er tala fiskiskipa svipuð, og fer jafnvel fækkandi sumstaðar, t. d. í Bolungavík*. Eins og getið var í 2. tbl. Ægis, varð hauslaflinn fremur rýr, og einkum hér i kaupstaðnum. Um og eftir áramótin voru stöðugir stormar, sem hömluðu sjósókn og hélzt það fram undirjanúar- lok, svo að í lok mánaðarins, var meira en helmingi minni fiskur kominn hér á land, en yfir haustvertíðina ásamtjan- úar í fyrra. En í febrúar og marzmán. og alt fram að páskum mátti segja, að væri hlað- fiski. Gæftir voru stirðar af og til, en góðir kaílar lengi í senn, einkum í marzmán. Aflaupphæðin í veiðistöðvum fjórð- ungsins þaðan sem fiskveiðar hafa verið stundaðar frá áramótum til 1. maí er sem hér segir í þurfiski. Patreksfjörður, á togarann Leikni 2380 skippund. *) Tvö stór fiskiskip, sem heima eiga i Bol- ungarvík, línuv. Ölver og vélb. Svalan, hafa lagt upp mestan sinn afla á tsaíirói í vetur og því talin þar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.