Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 8
130 ÆGÍR útkoman af mælingunum er í aðaldiált- um þannig: Fyrst var rannsakaður Róuklakkur (Hefringskl.) mjög nákvæmlega, ogreynd- ist þar sem grynnst er aðeins 12 m., en á kortinu er dýpið 24 m., þetta er all- stór hraunhryggur um 600 m. á lengd frá norðri til suðurs, grunnið er töluvert sunnar en kortið sýnir, þar sem grynnst er. Mið þar: Háubúr á Sæfjalli, við Bjarn- arey að austan, og hæðsti tindurinn á Faxa norðan við Kirkjuhausana á Elliðaey. Þar næst var rannsakað Sandagrunn og reyndist það liggja austar en á kort- inu, dýpi eftir því 23 m. Þarna fundust 14. m. Mið þar grynnst er : Sauðagata á Suðurey við Dalfjall að vestan og Búð- arhóll (bær í Landeyjum) í Dímon o. fl. mið. Næst var leitað að Olguklakknum og reyndist minnst dýpi þar 14 m. Hann liggur nálægt 1 7j sjómilu nær Brandin- um en koitið sýnir og í því 18 m. Mið þar sem grynnst er: Blátindur að eins meir til Brands en Álfseyjar eða Hetta á Heimakletti snertir austurkantinn á Brandinum. Mið á Hellisey svo óglöggt, að ekki þýðir að lýsa því hér. Breki fyrir vestan var mældur og var hann réttur á kortinu, sem segir 21 m. á honum, en þarna fundust 14 metrar minnst. Mið það : Sér á Hellisey vestur undan Álsey og Hæna við Ufsaberg. Svið var næst rannsakað, það liggur dálítið nær Álsey en kortin sýna, dýpi á þeim 15 m., en þarna fundust ekki minna en 23 m. Mið þar: Hundaskerið við Súlnasker að vestan og Yzti klettur við Álsey að norðan. Þar næst var leitað að Þokuklakkn- um og fannst hann ca. 1 sjómílu nær Einidrang en kortið sýnir. Dýpi á kort- inu 23 m., ekki fannst minna en 28 m. dýyi þarna. Mið þar : Þjófanef í Háhrygg á Suðurey og Latur breidd sína i Ell- iðaey að sunnan. Næst var mælt litla grunnið, sem er suður af Drangaskerjunum, og er það því sem næst rétt, i kortinu; í sumum er dýpið þarna 15 m., en í öðrum 4 faðmar (7—8 m.), þarna reyndust 12 m. Mið þar: Þúfan í skarðið á Klofadrangn- um og Grasgeiri norðvestan i Helgafelli við Hænu að vestan. Þar að auki voru mæld fjögur grunn, sem ekki eru á kortinu, en menn þekkt lengi sem handfæramið. Þau eru þessi: 1. Ingimundarklakkur dýpi 23 m. Mið: Steinninn á Elliðaey í Bunka á Elliðaey og Hraunhóllinn við Heimaklett að norð- an. 2. Hænuklakkur, dýpi 18 m. Mið: Steinarnir á Brandinum við Álsey að austan, og jafnjaðra Hæna og Halldórs- skora að neðan. 3. Gvendarklakkur; dýpi 37 m. Mið: Latur í Kerlingarhól og Hellisey vel laus vestur undan Álsey. 4. Einarsklakkur; dýpi 20 m. Mið: Ufsa- berg norður undan Álsey og Þúfuskerið vel hálft laust vestur undan Geldungn- um. Þetta er hættulegt grunn, sem ligg- ur á fjölfarinni siglingaleið ca. V* sjó- milu S. S. A. af Sviði. Ennfremur voru mæld þrjú grunn, sem að mestu hafa verið óþekkt áður. Allstórt grunn er ca. V» sjómilu A. N. A. af Einidrang, dýpi 16 m. Grunn er ca. 2 sjómilur vestur af Breka, dýpi 22 m. Mið þar: Hálf brekkan á Suðurey vest- ur undan Álsey og Hrauney við Ufsa- berg. Þriðja grunnið var rannsakað 13. nóvbr. eftir upplýsingum, sem ég fékk eftir að ég var kominn á land, og reynd- ist dýpi þar 14 m. Mið: Sfærsti Þrí- drangurinn í Þríhyrning og sér á Suður- ey vestur undan Álsey. Þetta grunn virð- ist eftir brotinu að dæma vera all-stórt, og liggur á fjölfarinni bátaleið nál. 1 sjó- mílu S. S. V. frá Einidrang.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.