Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 18
140 ÆGIR s. á.; var þá skólinn nefndur nAlþýðu- °g gagnfræðaskólinn í Flensborg« og hafa margir mætir menn kennt þar síðan. Árið 1878, bjó Gislí heitinn Þormóðs- son (f. v. bóndi, var hann tengdafaðir Magnúsar Th. S. Blöndahls, útgerðar- manns í Reykjavik, en þá verzlunar- maður við P. C. Knudtzonsverzlun í Hafnarfirði) í Flensborg, en þá voru eigi hinir stóru kvistir komnir áhúsið, komu þeir síðar er íbúð i húsinu var ákveðin fyrir skólastjóra. í norðurstofunni niðri er að sjónum veit, las Þorleifur heitinn Jónsson frá Skinnastöðum undir próf við prestaskólann. — Salurinn syðst í húsinu var »stásstofa« verzlunarstjór- anna, rúmgóð og skrautleg. í henni var haldið hið flotlasta ball, sem sögur fóru af í Firðinum, á Þrettándakvöld 1879. Hinn 16. ágúst 1878, veitti konungur Kristjáni Jónssyní frá Gautlöndum, sýslumannsembættið í Gullbringu og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættið i Reykjavík ; hafði hann fyrst aðseturstað í Reykjavík, en fluttist síðar i Fjörðinn og eftir að hann giftist, bjó hann í suð- urenda Flensborgar og var þá sýsluskrif- stofan í herbergi við hlið salsins, eða í landsuðurhorni hússins þar sem fyrrum var borðstofa verzlunarstjóranna. Þau börn Kristjáns Jónssonar og frú Önnu sem í Flensborg fæddust, voru: Þórunn Solveig, Böðvar, Jón og Þórarinn, nú hafnarstjóri í Rvik. f*ar var undirritað- ur löggskráður á skipið »Augúst« er fyrst var farið í siglingar. Hið gamla hús er þess vert, að þess sé minnst er það lið- ur undir lok, því það kemur ofmikið við sögu Hafnarfjarðar, til þess, að fram hjá því verði gengið. Þessi orð eru aðeins til að minna á fá atriði. Reykjavik 11. júni 1930. Sveinbjörn Egilson. Fundargerð. Ár 1930 föstudaginn 5. febrúar, var að- alfundur fiskideildarinnar »Garðar« i Húsavík settur og haldinn á Borgarhóli. Formaður selti f'undinn og stýrði honum og nefndi til skrifara Skarphéðinn Stef- ánsson. Á fundinum gerðist þetla: 1. Inntaka félagsmanna. I deildinagengu 8 menn. 2. Lesnir upp reikningar deildarinnar fyrir árið 1929 og samþykktir athuga- semdalaust. 3. Válrygging opinna vélbáfa. Um mál þetta urðu alllangar umræður, að síð- ustu var samþykkt svohljóðandi tillaga: Fundurinn ákveður að kjósa 3 manna nefnd til þess að vinna að því að fá vélbáta hér á Húsavík vátryggða í Bátaábyrgðarfélagi Eyfirðinga. Ef þaö ekki tekst, þá að reyna til að stofna samskonar ábyrgðarfélag fyrir Húsavíkur-veiðistöð. I nefndina voru kosnir: Júlíus Hav- steen, Jón Gunnarsson og Skarphéðinn Stefánsson. 4. Stjórnarkosning. í aðalstjórn deild- arinnar voru kosnir: F’órður Eggertsson, form., Jón Einarsson, féhirðir, Einar Sörensen ritari. Varastjórn endurkosin og sömuleiðis endurskoðendur. 5. Fundurinn felur stjórninni, að sjá um að veiðarfæri opinna vélbáta verði merkt og að merkin verði tilkynnt i nærliggandi verstöðvar. 6. Fundurinn ákveður að deildin kaupi 22 eintök af Fiskifélagsritínu »Ægir« þetta ár. 7. Sýslumaður Július Havsteen vakti máls á þvi, hvort ekki væri nauðsynlegt að fá vitaljós á Húsavlkurhöfða eða Héð- inshöfða, til leiðbeiningar fyrir sjómenn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.