Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 22
144 Æ G I R Síldarolíu- og fiskimjölsverk- smiðjur á íslandi fyr og nú. Síldarverksmiðjur. Evangers verksmiðja á Siglufirði, var reist árið 1912, en eyði- lagðist í snjóflóði 1919. Verksmiðjan »Ægir« í Krossanesi við Eyjafjörð, er einnig reist árið 1912 og sama ár byggir Goos verksmiðju sína á Siglufirði. Árið 1913 var verksmiðja reist á Dag- verðareyri við Eyjafjörð, en hún brann árið 1916; var hún byggð upp aftur en hætti eftir fá ár og var flutt til Raufar- hafnar 1926. 1918 reistu hinar sameinuðu íslenzku verzlanir, verksmiðju á Siglufirði, en hana keypti síðar Goos. 1913 byrjuðu Þjóðverjar síldarbræðslu á Sólbakka við Önundarfjörð, sem lagð- ist niður um tíma. Sfðar byrjaði h. f. Andvari, sem stofnað var 1925. H. f. »Kveldúlfur« í Reykjavík á verk- smiðju á Hesteyri við Isafjarðardjúp, sem byrjað var að starfrækja árið 1923. Var þar áður hvalveiðastöðin »Hekla«, 1926 var verksmiðjan á Dagverðareyri flutt til Raufarhafnar og er starfrækt þar. 1929 er byrjað að reisa sildarbræðslu- stöð ríkisins á Siglufirði. Fiskimjölsverksmiðjur. Árið 1915 reisti ræðismaður Gísli Johnsen verksmiðju á Vestmannaeyjum, sem starfrækt er enn og aðra verksmiðju reisti Thomsen o. fl. á sama stað, árið 1924. Það ár var verk- smiðja á Norðfirði sett á fót afDr. Paul. 1926 var verksmiðja reist á Isafirði, sem nú er eign »Fiskimjöl h. f.« á ísa- firði, og sama ár byrjaði Dr. Paul að reka verksmiðju á Siglufirði og er hún einnig síldarolíuverksmiðja. 1927 reisti ræðismaður Gísli Johnsen fiskimjölsverksmiðju á Vatnsnesi við Keflavik, en hún brann skömmu síðar, var endurreist 1929 og er nú eign h. f. »Lýsi og mjöl«. 1928 var verksmiðja reist í grend við Reykjavik og rekur h.f. »Fiskimjöl« hana. H. f. »Bein« reisti verksmiðju á Siglu- firði árið 1929, sem tók til starfa hið sama ár. Grænlendingar og íslendingar. Hr. A. Weihe ritar í »Dimmalætting« 3. maí 1930, um dvöl Færeyingsins Eli- esers Rubekksens (Essa hjá Rubekki) á Grænlandi, sem hrósar mjög greind Grænlendinga og hversu fljótir þeir séu að læra. Rubeksen álítur, að þeir standi ekki eins að baki öðrum þjóðum og al- mennt er álitið, og hvað fiskiveiðar á- hrœrir séu þeir eigi langt á eftir fslend- ingum, eins og þeir voru, áður en Fær- egingar komu til landsins og fóru að reka veiðar með ströndum fram, og vel getur svo farið að Grænlendingar standi þeim fyllilega á sporði, er fram liða stundir, hvað fiskiveiðar áhrærir*. Rubeksen mun vel heima í fiskveiðasögu Færeyja og Islands og getur því efalaust gefið góðar upplýsingar um, hve mörg færeysk skip stunduðu hér veiðar er slúp »Lærken« byrjaði veiðar hér við land. Pá mætti rekja söguna til þeirra kennara í fiski- veiða aðferðum, sem Færeyingar hafa miðlað okkur er við stóðum þar nálega á sama stigi og Grœnlendingar — er Fœregingar fóru fgrst að stunda hér veiðar. Þessi kennsla ætti að koma i ljós, svo við gætum þakkað hana, og virðist tími til kominn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.