Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 25
ÆGT R 147 þrítugt. Sá sera bjargaðist hét Arin- björn Þorvarðarson. 10. Hinn 22. apríl tók stórsjór Kristján Kristjánsson í Hafnarfirði út af tog- aranum »Venus« í Hafnarfirði úti á Selvogsbanka og drukknaði hann. Hann lætur eftir sig konu og4 börn, á unga aldri. 11. í janúarmánuði drukknaði unglings- piltur Kristján að nafni Þorvaldsson frá Völlum í Þistilfirði. Hafði verið að fylgja barni til næsta bæjar. Er talið sennilegt, að sjór hafi tekið hann, þegar hann hafi verið að fara fyrir forvað undir björgum við sjó- inn, sem er milli bæjanna, Borg og Vellir. Líkið fannst sjórekið í fjör- unni daginn eftir. 12. Auk þessa dó 2. vélstjórinn af enska togaranum Edwardinan frá Grímsby, sem strandaði fram af Mýrum 21. marz s. 1. (Frá Slysavarnarfélagi íslands). Umferðin milli Reykjavíkur og Þingvalla. 25.-30. júní 1930. Eins og menn vita voru fjölmargir tímaverðir hafðir á vegunum milli Reykja- víkur og Þingvalla hátíðardagana. Áttu þeir m. a. að gæta þess, að bifreiðir æki ekki of hratt, og ltæra hvern þann bif- reiðarstjóra, er bryti settar reglur. Marg- lr óttuðust, að ekki mundi með öllu verða komist bjá slysum á hinum mjóu °g ógreiðfæru vegum, en reyndin hefur sem betur fer, orðið sú, að engin bif- reiðaslys hafa orðið, þegar frá er talið, að ein stór mannflutningabifreið valt út af veginum og á hliðina skammt fyrir ofan Laxnes. Sakaði farþega lítt eða ekki. Verðir þeir, sem gæzlu höfðu á hendi á vegamótunum við Þorgerðarflöt, hafa tekið saman skýrslu um umferðina í fimm sólarhringa (miðvikudag tilsunnu- dagskvelds). Höfðu þeir þá aðferð, að telja allar bifreiðir er suður fóru. Sam- kvæmt skýrslu þeirra fóru á miðviku- dag, frá miðnætti til miðnættis, 908 bif- reiðir frá Þingvöllum suður um heiði, á fimmtudag 1078, á föstudag 765, á laugardag 1134 og á sunnudag 804, eða alls þessa fimm sólarhringa 4689 bifreiðir. Gizkað er á, að um 500 bifreiðir hafi verið í notkun. Fólksflutningarnir til Þingvalla, vegna hátíðarinnar, hófust fyrr en skýrslan greinir. Fór mikill fjöldi fólks austur á þriðjudagskveld, til þess að sæta hinu lægra fargjaldi. Hafa bifreiðir þær, sem austur fóru á þriðjudag, vafalaust skift hundruðum, svo að óhætt mun að gera ráð fyrir, að bifreiðatalan alls fráþriðju- dagsmorgni til sunnudagskvelds sé að minnsta kosti full 5000. Nokkur umferð hefur verið allar stundir sólarhringsins. Frá miðnætti til hádegis á fimmtudag fara suður tæplega 500 bif- reiðar og allan þann dag er straumur- inn óslitinn. Mest verður umferðin á ellefta tímanum um kveldið. Þá fara suður 235 bifreiðar og mun það vera mesta umferðin á einni klukkustund. Leituðu þá margir heim, vegna kuldans, en komu aftur að morgni. Á laugardag fara flestar bifreiðir suður (1134). Fimm siðustu stundirnar (frá kl. 7 til miðnættis) fara suður 495 bifreiðar eða nálægt 100 á hverri klukkustund. Á sunnudag er umferðin mjög jöfn á hverri klukku-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.