Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 20
142 ÆGIR laus, eða að fiskhúsin séu orðin svo full, að þess vegna sé ekki hægt að taka á móti meiru. Aftan við bókina eru þau lög er nú eru í gildi og snei ta veiðar og fiskveiðar við Grænland, hafnarreglugerðir o. fl., sömuleiðis 2 kort yfir Suður-Grænland og fiskigrunnin í Davissundi. Bókin er prentuð á ágætan pappir og með mörgum myndum og hin eiguleg- asta fyrir þá, er kyDnast vilja fiskiveið- um Grænlendinga, hún er 128 blaðsíður auk korta i stóru átta blaða broti og kostar 4 krónur. K. B. Vitar og sjómerki. 1. Á komandi sumri verður viti nr. 23, Svörtulojtavitinn, byggður upp að nýju. Nýja vitabyggingin verður grár steinsteyptur turn með ljóskeri, 13 m á hæð, og verður hún reist fast við gamla vitann að norðanverðu. Einkenni, hæð og ljósmagn vitans verður óbreytt. Gamla járngrindin verður rifin, að nýju vita- byggingunni fullgerðri. 2. Á komandi sumri verðqr vitabygg- ingu nr. 40, Slraumnes, breytt þannig, að járngrindin verður öll klædd stein- steypuplötum og verður því vitabygging- in grár ferstrendur turn með ljóskeri. Að öðru leyti verður vitinn óbreyttur. 3. í Látravík austur við Horn, verður á komandi sumri reistur nýr viti, Horn- bjargsviti. Lengd og breidd vitans verð- ur 22°23'02" V., 66°24'44" N. Vitabygg- ingin verður grár ferstrendur furn með ljóskeri, 10 m há, og verður hún áföst við íbúðarhúsið, fyrir enda þess. Hæð logans yfir sjó ca. 30 m. Ljóseinkenni: 3 blossar á 30 sek. bili, þannig: 0,7 ljós — 4,3 myrkur — 0,7 — 4,3 — 0,7 — 19,3 = 30 sek. Ljósmagn 28 sm, ljósmál 16 sm. Logtími 1. ágúst til 15. maí. 4. Á komandi sumri verður í stað vita nr. 48, Siglufjarðarhöfn, á Staðarhóli við Selvík, reistur nýr viti, sem verður grár steinsteyptur turn með ljóskeri, 8 m á hæð, og verður hann reistur ofan við gamla vitann. Ljóseinkenni: hvítur, rauð- ur og grænn blossi 5. hv. sek. Hæð log- ans yfir sjó verður ca. 20 m. Ljósmagn og ljósmál fyrir hvítt ljós 11, rautt 9 og grænt 8 sm. Vitinn mun sýna þessi horn : 1. hvitt 27°— 77° yfir leguna. 2. grænt 77°—153° yfir Sauðanes. 3. hvítt 153°—160° yfir fjarðarmynnið. 4. rautt 160°—205° yfir Helluboða. Logtími 1. ágúst til 15. maí. 5. Á komandi sumri verður vita nr. 52, Hjaltegri, breytt í blossa-vita er sýni 2 hvita, rauða og græna blossa á 20 sek. bili, þannig: 1 ljós — 2 m. — 1 ljós — 16 m. = 20 sek. Ljósmagn og ljósmál verður fyrir hvitt ljós 11, rautt 9, grænt 8 sm. Að öðru leyti verður vitinn ó- breyttur. 6. Á komandi sumri verður vita nr. 53, Svalbarðseyri, breytt í blossavita, er sýni blossa hv. 6 sek. Ljósmagn og ljós- mál verður fyrir hvítt Ijós 11, rautt 9, grænt 8 sm. Að öðru leyti verður vitinn óbreyttur. 7. Á komandi sumri verður nýr viti reistur í Selvogi i stað vita nr. 94, Sel- vogsvita. Nýi vitinn verður 140 m N. a. A. frá gamla vitanum. Byggingin verður ferstrendur steyptur turn með ljóskeri, 18 m hár. Hæð logans yfir sjó verður ca. 20 m. Einkenni, Ijósmagn og Jjósmál verða óbreytt. Gamla járngrindin verður rifin, að nýju vitabyggingunni fullgerðri. Reykjavík, 24. maí 1930. Vitamálastjórinn. Th. Krabbe.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.