Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 26
148 ÆGIR stund, oftast 35 — 50 bifreiðir, mest 70 og minnst 15. Mest var umferðin á fimmtudagskveld, eins og áður er sagt. Þá fóru suður á elleftu stundu 235 bifreiðar, eða nærri því 4 áhverri mínútu. Er það gífurlega mikil umferð. Mönnum hefur oft hætt til þess, að hnjáta i bifreiðastjórana, kalla þá glanna og klaufa eða annað, sem því sætir. Þeir hafa nú rekið af sér ámælið með því, að reynast yfirleitt ágætlega í þessum mikla Þingvallaakstri. (»Vísir«). Skipakomur í sambandi við alþingishátíðina 1930. Hinn 13. júní kom skipið »Antonia« með Vestur-íslendinga og 20. s. m. kom »Montcalm« með annan hóp Vestur-ls- lendinga. Um morgun 23. s. m. kom frakkneska orustuskipið »Suffren« og 24. hið mikla enska orustuskip »Rodney« og sama dag komu norska herskipið »Tordenskjold«, sænska herskipið »Oscar 11« og sameinaðafélagsskipið »Hellig 01av«, (um 10,000 smálestir), með fulltrúa frá Danmörku og stúdentahóp. Hið sama kveld hélt konungsskipið »Niels Juel« til Hafnarfjarðar og fylgdi »Fylla« því; lá það í fjarðarmynninu um nóttina og næsta morgun fóru »Óðinn« og »Ægir« til móts við það og fylgdu því til Reykja- víkur, þar sem það lagðist kl. 8 f. h. hinn 25. júní. < Fulltrúar og gestir frá Færeyjum komu á farþegaskipi sínu »Tjaldur«, sem er fallegt skip og vel viðhaldið. Farþegaskipið »Polonia« (7500 smál.) eign Austurasíufélagsins danska, kom 25. júní um kveldið með félaga úr dansk- ameríska kvenfélaginu. Þá láguhéreinn- ig um hátíðina, enska herskipið »Rose- mary«, sem hér er við mælingar og varð- skipið »Boyne«. Norsku skemtiskipin »Meteor« og »Stella Polaris« láu hér hátíðisdagana. Eru þau með skrautleguslu skipum, sem hingað hafa komið, einkum hið siðar- talda. Öll þessi skip voru farin héðan að morgni hins annars júlí. Áður en þessi skipafjöldi kom, voru sumir kvíðnir fyrir að skipshafnir myndu gera ýmsan óskunda er þær væru á landi, en það fór á annan veg, því fram- lcoma sjómanna var hin prúðmannleg- asta í alla staði. •Hátíðisdagana var veður hið ákjósan- legasta og fór þessi merka hátíð hið bezta fram. Leiðréttingar við skýrslur Helga Guðmundssonar fiskifulltrúa í 5. tbl. Ægis- í siðara dálki á bls. 104, 11. 1. a. o. hefur fallið ur: »yfir 20°/o« og »(eða 5—6 kg)«, á að vera: Á íslenzka pressufiskinum hefur meðal- rýrnunin venjulega ekki reynzt undir 10—12°/o. í siðari dálki á bls. 105, 6. I. a. o. á milli »aftur« og »að« á að standa »þannig«. í fyrra dálki á bls. 107, 5.1. a. o. í stað »litlar« á að vera »oflitlar«. í fyrra dálki á bls. 108, 16. I. a. o. í stað »299 869«, á vera: »299.809«. Á sömu bls. i síðara dálki, 22. 1. a. n. i stað »verkaða«, á að vera: »óverkaða«. í sama dálki, 13 1. a. n., í stað »0.15«, á að vera: »0.015«. í fyrra dálki á bls. 109, 27. 1. a. o., i stað »172«, á vera: »17 £«. Á bls. 120 vantar dagsetninguna : »3. mail930«. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmiSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.