Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 10
132 Æ G I R fjarlægð frá grunninu, og þess gætt mjög nákvæmlega, að miðin lægju eins. Þetta tók töluverðan tíma, en útilokar alger- lega skekkjur. Eftir að ég hafði kynnst þessu, þá sá ég, að satt myndi, er foringinn á »Fylla« hélt því fram, að »Þór« okkar væri ó- hæfur til þessara verka. Breytingar þær, sem mælingarnar leiddu í ljós, eru svo miklar að í ráði er að gefa út nýtt kort af Eyjunum, en þangað til vona ég, að þessi grein hjálpi þeim eitthvað, sem nokkru láta sig skifta hvar þeir fara um sjóinn. Hve mælingarnar gengu vel er aðal- lega að þakka yfirforingjanum Acker- mann, sem sýndi framúrskarandi lipurð og þolinmæði að snúast á grunnunum. Hinir aðrir eiga einnig þakkir skilið, en þó mun það sannast þarna eins og víða annarsstaðar, að eftir höfðinudansa lim- irnir, en Ackermann sýndi það í öllu, að liann er prúðmenni hið mesta. Áður en ég hætti ætla ég að minnast á nöfnin á grunnunum hér við Eyjar, það má vel vera að það skifti ekki miklu máli, en þó hefir það, við nánari athug- un, milcla þýðingu. Pað orð, sem tíðast er hér ágrunnum og viðar, er klakkur. Ég hef verið að kynna mér nöfn á öllum grunnum kring- um ísland eftir »íslenzka lóðsinum« (sem ég var beðinn að leiðrétta við Eyjar) og hef rekið mig á orðið klakk í tveim stöðum. Dímonarklakkur í Breiðafirði uppi í tjöllum og Vatnsnesklakkur, á milli Mjóafjarðar og Vatnsfjarðar. Orðin sem mest eru notuð er boði og sker, má heita að jöfnu, og svo klettur brekur og brökur í nokkrum stöðum, fyrir utan sérnöfn, sem eru víða. Það hefir því orðið að samkomulagi hjá þeim, sem mest afskifti hafa haft af þessu máli, að nota orðið boði við ó- nefnd grunn, sem fundin eru, og finna kunnast hér við Eyjar. Við orðið sjálft er ekkert að athuga því það hefur verið notað á íslandi, að minnsta kosti frá því land byggðist, og að skýra grunnin er sjálfsagt, vegna þess að þau festast betur í minni manna. Það mætti margt fleira um þetta rita, læt ég þó staðar numið að sinni. býst við að grein þessi þyki af mörgum, ekki eins skemtileg aflestrar og ýmislegt, sem hefur staðið í »Víði« að undanförnu, en það skiftir minnstu. Grein pessi er meö leyfi höfundar, tekin úr blaöinu »Víðir« á Vestmannaeyjum. Ritstjórinn. Skýrslur frá fiskifulltrúanum á Spáni 30. maí 1930. Neyzlan hefur verið lítil, eins og húist hefur verið við, en engu minni en venju- lega á þessum tíma árs. Sölurnar á fyrstu framleiðslunni gengu afar tregt. Nú munu allir innflytjendur hér vera búnir að kaupa sinn farmhlut- ann hver af fyrstu framleiðslunni og mun verðið vera mjög svipað hjá öllum 34/6 cif. fyrir pakkann, þegar seljandinn borgar hinn svo kallaða transporttaxta, er nemur 12 pesetum á tonn og 34/- þegar móttakandinn borgar hann. Sé það rétt að fob.verðið í Færeyjum sé 31/6 og fiskurinn til fyrstu afskipunar heima hafi verið seldur fyrir 108—110 kr. er bersýnilegt að útílytjendur hafa selt með tapi þessa fyrstu farma. Ekki er gott að segja hvort hinni ill-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.