Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 19
ÆGIÍÍ Í4Í gagnvart Lundeyjarbrekum. Eftir nokkr- ar umræður var samþyklct svohljóðandi áskorun: Fundurinn skorar á Fisldfélag ís- lands, að hlutast til um við vita- málastjórnina, að sem fyrst verði reistur viti á Húsavikurhöfða eða Héðinshöfða. Fleira gerðist ekki, fundi slitið. Pórður Eggertsson, Skarph. Stefánsson, formaður. ritari. Fiskiveiðar Færeyinga við ísland 1930. (Suðurlandsveiðin). 1 41. tbl. »Dimmalætting« þ. á. er skrá yfir afla færeyskra skipa við Island í vet- ur og vor. í skránni eru talin 155 þil- skip og afli þeirra talinn 7.372.000 stykki. Togarinn »Royndin« aflaði 475 smál. af saltfiski. Sé gert ráð fyrir að 110 fiskar fari í skpd., nemur afli þilskipanna 67000 skpd. Þar við bætist afli togarans, 1900 skpd., samtals 68.900 skdd. Af þessum afla var keypt í Reykjavik vetur og vor rúml. 10 þús. skpd, svo afli sá, sem fluttur hefur verið heim til Færeyja hefur numið nál. 59 þús. skpd. Færeyingar hafa mjög aukið skipastól sinn síðustu árin og sett hreyfivélar í gömlu skipin. Eiga þeir nú 25—30stórar skonnortur. Nokkur færeysk skip fóru á veiðar til Bjarnareyjar og Rockall, eftir að þau komu heim frá íslandi, en því nær fisk- laust reyndist á færi á þeim slóðum. Psereyingar búast nú af kappi til Græn- landsveiðanna í sumar og mun álitlegur skipastóll sigla þaðan vestur um haf f þessum mánuði. Grönlandsfiskeriet. Dets Historie og Fremskridts- muligheder. Eftir O. Bendixen, fyrrum umsjónarmann á Grænlandi, er ný- komin út á kostnað Aschehaug forlagsins. Rókin er mjög greinilega skrifuð og þar sem hún er lýsing og frásögn manns, sem kunnugur er Grænlenzku þjóðinni og lifnaðarháttum hennar, verður að taka töluvert tillit til umsagnar höfundarins. Eins og margir Danir nú orðið, er höf. óánægður með afskifti Danaáverzl- unarmálum Grænlendinga og bendir réttilega á, hvað þeim gangi illa að læra af reynslunni, þar sem þeir enn þá haldi einokunarverzluninni við á Grænlandi, eftir að hafa rekið sig á hvernig hún gafst á íslandi og Færeyjum, og að þær þjóðir fóru fyrst að taka framförum þegar verzlunaránauðinni var af þeim létt, og að sama mundi eiga sér stað með Grænlendinga, ennfremur geri danska stjórnin of lítið að því að kenna Græn- lendingum nýtiskufiskiveiðar, eða gera þeim fært að sækja fiskinn út á hafið, þó að útlendingar séu farnir að stunda veiðar þar í stærri stíl. Höf. bendir á, að selveiðarnar séu alltaf að minnka á Suður-Grænlandi, svo að ibúarnir geti ekki lifað af þeim lengur, og sé þvi nauðsynlegt að kenna þjóðinni að stunda einhvern annan atvinnuveg, sem hún geti lifað af og þá liggi fisk- veiðarnar beinast við, en nú sé ástandið þannig með þeim ófullkomnu veiðitækj- um, sem Grænlendingar hafi, að árlega komi það fyrir, að þeir verði að hætta veiðum yfir lengri tíma af þeirra stutta veiðitíma, vegna þess að einokunarverzl- unin hafi ekki mannafla til að taka á móti fiskinum, eða þá að hún er salt-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.