Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Síða 10

Ægir - 01.09.1930, Síða 10
196 ÆGIR Björgunarbátur. Björgunarfélag Norðmanna hefir nú látið smíða nýja skútu með mótorvél, sem einungis er ætluð til þess að fylgja með fiskibátunum og hjálpa þeim til hafnar eí eitthvað bilar. Skútan heitir »Andreas Arö« og er fyrsta björgunarskúta Noregs, sem notar mótor- vél, aðrar björgunarskútur þeirra hafa að eins segl. Eftirfarandi grein er lýsing á skipinu, eins og hún birtist í »Fiskeren« 18. júní þ. á. í lauslegri þýðingu: Björgunarskútan »Andreas Arö« er vel útbúin og hraðskreið og sem notar hvort heldur mótor eða segl eftir því hvern- ig ástendur. Þetta er mikil aukning á björgunarflota félagsins, því það er auð- skilið, að mótorskúta getur í mörgum tilfellum gert meira gagn en seglskúta. I vondum veðrum er það enginn leikur fyrir seglskútu að draga á eftir sér bilað skip af sömu stærð, og öllum er það vitanlegt, að björgunarskúturnar hafa stundum átt fullt i fangi með að koma- fiskibátum, sem þeir hafa hitt ósjálf- bjarga í höfn. Stjórn björgunarfélagsins hefir verið það Ijóst, að allar björgunarskútur þess þyrftu að hafa mótor og segl, en það hefir mikil útgjöld í för með sér, en fé hefir félagið ekki haft afgangs í sjóði. Tekjur félagsins eru mestmegnis frjáls tillög og gjafir, einkum frá þeim hluta þjóðarinnar, sem býr við sjávarsíðuna og tekjurnar hafa eigi aukist i hlutfalli við útgjöld félagsins. Félagsstjórnin heldur þó áfram með sitt blessunarrika starí með því að auka og efla björgunartækin á sjó og landi í von um að þjóðin skilji og sjái hve nauðsynlegt það er, og véf vitum að fé- lagið muni aldrei verða févana. Yér viljum ákveðið skora á menn að styðja félagið á allan hátt svo þessi starfsemi megi bera sem beztan árangur. Þetla er að eins fjárhagsatriði, sem um er að ræða, sem greiðist aftur með margföld- um rentum.1) Það hefir verið ákveðið að »Andreas Arö« fylgi síldveiðiskipunum á næstu ver- tíð og mun þá fást rannsókn á því hvers virði það er að hafa mótor í björgunar- skútunum. Eftir þeirri reynslu, sem við það fæst, mun félagið haga björgunar- starfi sinu á hafinu. Mótorskútan er smíðuð hjá Christen- sen & Co í Risör. Hún er lík að lagi og hinar eldri björgunarskútur, að eins 6 fetum lengri, hún er 51 fet á lengd og 16 fet á breidd, Reiði og segl eru alveg eins á eldri skipunum. »Andreas Arö«, er mjög traustlega byggður og öllu haganlega fyrir komið. Skipsklefar rúmgóðir og bjartir. Mótorvélin er sett mitt á milli aftur- stefnis og miðskips í þverlínu og véla- rúmið er stórt og bjart. Það er 50 hest- afla 2 Cylindra Wichmanvél eða Rub- bestadsmótor, -eins og þær eru venju- lega kallaðar. Verksmiðjueigendur eru Haldorsen & Sön, Rubbestadnes. Ef vatn er notað á vélina má auka kraftinn í 80 hestöfl. Vélin er með nýjasta og full- komnasta útbúnaði, sett á stað með 7—8 minútna fyrirvara og hefir algerlega sjálfvirk smurningstæki. Skútan fer með 7—8 milna hraða með vélinni einni, sem má þó auka ef nauðsyn krefur. Skipshöfn er 4 menn, skipstjóri, báts- maður, sem einnig er vélstjóri, háseti og matsveinn. Skipstjóri á »Andreas Arö« er Möller, 1) Skytdi þetta ekki eiga einnig viö hjá okk- ur íslendingum. Pýð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.