Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1930, Side 10

Ægir - 01.11.1930, Side 10
240 ÆGIR þeir aular að hafa dálítinn slaka á kaðl- inum, svo þegar við loksins vorum búnir að losa naglann, og vega hana úr sætinu (falsinu), þá purpaði hún kaðalinn eins og brennt bréf hefði verið, um leið og hún hrökk niður, og munaði minnstu að hún mélaði bátinn, sem við vorum í. Sægur af fólki, hvaðanæfa af landinu, kom um sumarið til þess að skoða þetta skipsbákn, og mátti stundum heyra óp og vein, og guð almáttugur ! þegar verið var að drösla kvenfólkinu upp þennan 17 tröppu riðlandi stiga, sem náði upp að öldustokk skipsins. Framh. Fjórðungsþing Vestfirðinga. Hinn 1. dag nóvembermán. 1930, var hið 9. þing fiskideilda Vestfirðingafjórð- ungs sett og haldið i barnaskólahúsinu á Þingeyri í Dýrafirði. Með því forseti fjórðungsþingsins, Arn- grímur Fr. Bjarnason, var fjarverandi setti varaforsetinn, Andrés Kristjánsson í Meðaldal þingið og stýrði þvi. Þessir fulltrúar voru mættir í byrjun þings: Fyrir fiskideildina Tilraun í Hnifsdal Ingimar Bjarnason skipstjóri. Fyrir fiskideild Isafjarðar, Gisli Júlíus- son skipstjóri og Kristján Jónsson er- indreki. Fyrir fiskideild Dýrafjarðar, Andrés Kristjánsson skipstj. Meðaldal. Fyrir fiskideildina Framtiðin Bíldudal, Jón Jóhannsson skipstj. Bíldudal. Fyrir fiskideildina Hvöt Tálknafirði, Emil J. Vestfjörð bóndi á Hóli. Síðar um daginn mætti Guðm. Ein- arsson stöðvarstjóri á Þingeyri, fyrir fiski- deildina Röst á Patreksfirði, samkvæmt símskeyti frá stjórn deildarinnar, og var hann samþykktur í einu hljóði sem fulltrúi. Varaforseti þingsins las upp bréf frá forseta Fiskifélagsins, um að fjórðungs- þing skuli háð á þessu ári, þar sem með- al annars beri að kjósa tvo fulltrúa á Fiskiþing til 3 ára, samkv. ályktun síð- asta Fiskiþings, og ennfremur að semja fjárhagsáætlun fjórðungsins fyrir árið 1931. Urðu um bréf stjórnarinnar nokkrar umræður, einkum að þvi er snertir ó- nýting kjörbréfa þeirra fulltrúa, er kosnir voru á Fiskiþing á s. 1. fjórðungþingi. Var síðansvo hljóðandi ályktun frá Krist- jáni Jónssyni, samþykkt með 4 atkv. gegn 1 (Jón Jóhannsson): »Fjórðungsþingið lýsir yfir þvi, að það telur fjórðungsþingin sjálf rétta aðila um að dæma um kosningu fulltrúa sinna, og telur að Fiskiþingið hafi að ýmsu misbeitt valdi sínu með því, að ónýta kjörbréf Fiskiþingsfulltrúa þeirra, er kosnir voru á síðasta fjórðungs- þingi«. Síðan voru eftirfarandi mál rædd og að því búnu visað til nefnda, að 1. málinu undanteknu, er eigi fór í nefnd. 1 alls- herjarnefnd er hafði meðferðar 2.-5. mál, voru kosnir Ingimar Bjarnason, Gísli Júlíusson, Emil Vestfjörð. í nefnd til athugunar 6,—9. máli, Kristján Jóns- son, Jón Jóhannsson, Guðm. Einarsson. í fjárhagsnefnd voru kosnir: Kristján Jónsson, Jón Jóhannsson og Andrés Krist- jánsson. Að því búnu voru svo hljóðandi til- lögur samþykktar: 1. Símamái. »Fjórðungsþingið lýsir yfir því, að það telur bráðnauðsynlegt að símalína verði lögð frá Bíldudal til Selárdals í Arnarfirði, og skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því að

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.