Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 12
264 ÆGIR manna eða annara sem láta meta fisk til útflutnings, en þeir eiga að vera allt- af við hendina þegar þeirra er þörf að meta fisk og mega ekki fara út af staðn- um, nema tilkynna það yfirmatsmanni. Á smástöðum, eða þar sem litill fiskút- flutningur er, virðist því ekki um svo arðberandi atvinnu að ræða fyrij fiski- matsmenn, að mjög sé eftirsóknarvert, og galli er það á grein H. H., að hann færir ekki til hve mikið matskaup þess- ara fiskimatsmanna á Raufarhöfn sé ár- lega. K. B. -Skýrsla erindreka Austfirðingafjórðungs frá 1. júlí til 30. sept. 1930. Ég gat um það i síðustu skýrslu minni, að þorskveiðar hefðu ekki byrjað fyr en í júnímánuði, í verstöðvum hér fyrir norðan Seyðisfjörð, svo að yfirlit yfir veiðar þar, hefði ekki verið hægtaðtaka á þá skýrslu. Nú er vertið á enda á þessum stöðum, stendur vanalega yfir frá i júní og lengst til septemberloka. Ég skal því hér setja yfirlit yfir fisk- veiðarnar í þessum verstöðvum : Borgarfjörður og Yikur: Útgerð á þessum stöðum er nú orðin lítil. í Húsavík var allt fram að þessu ári dá- lítil útgerð árlega, frá 3 — 8 róðrarbátar, en nú í sumar hefir engin útgerð verið þar, nema hvað bændur þar hafa ein- stöku sinnum skroppið á sjó þegar þeir hafa haft tíma til frá landbúskapnum. Á Glettingsnesi var einnig dálitil útgerð áður, 3—5 róðrarbátar, en nú engin. Á báðum þessum stöðum aflaðist oftast vel og stundum ágætlega. Á Borgarfirði er útgerð einlægt að minnka. í ár voru gerðir þar út 3 opnir vélbátar og einn róðrarbátur, og var afli á þá um 160 skpd. í fyrra voru bátarnir, 3 opnir vél- bátar og 4 rórðarbátar og öfluðu þárúm 250 skpd. Vopnafjörður: Úaðan hafa verið gerðir út í sumar 10 opnir vélbátar og 2 róðrarbátar, sem öfluðu um 970 skpd. af saltfiski (þurrfiskviglj. Par að auki öfluðu þessir bátar og seldu nýtt, um 40 tonn af ýsu, sem var seld Færeyingum sem ísuðu hana og fluttu út þannig. í fyrra var sama bátatala og afli þá um 970 skpd. Fiskur sá (ýsan) sem Færey- ingarnir keyptu, keyptu þeir slægða og borguðu 12 aura danska fyrir kilóið. B a k k a fj ö r ð ur : Þaðan gengu í sum- ar 3 opnir vélbátar og 5 róðrarbátar. Þeir öfluðu rúm 700 skpd. Sama báta- tala í fyrra, sem öfluðu þá rúm 1000 skpd. Gunnólfsvík og Hafnir: Þarvoru gerðir út 7 opnir véibátar, sem færðu á land um 340 skpd. Þar að auki seldu þeir eitthvað af nýrri ýsu til Færeyinga til útflutnings í is. í fyrra var bátatalan sú sama en afli þá um 600 skpd. Skálar: Útgerð var þar meiri í ár en í fyrra, nú gengu þaðan 6 opnir vél- bátar og 6 róðrarbátar. Bátar þessir öfl- uðu rúm 800 skpd. og auk þess seldu þeir nokkuð af nýjum fiski (ýsu), sem var isaður og fluttur þannig út af Fær- eyingum. í fyrra voru 8 róðrarbatar á Skálum, sem öfluðu um 770 skpd. Þetta er í fyrsta sinni að opnir vélbátar eru gerðír út frá Skálum, og ég hefi ekki heyrt annað en það hafi gengið prýði- lega vel. Aflinn, á svæðinu frá Borgarfirði að Skálum, að báðum stöðum meðtöldum, hefur verið nokkuð minni en í fyrra, það af honum sem verkað hefur verið sem saltfiskur. En hvað mikið hefur verið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.