Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1930, Side 14

Ægir - 01.12.1930, Side 14
266 ÆGIR var mjö£ misjafnlegn feitur, en lifrarlítill, þó mun betra en árið áður. Þegar kom fram í maí fiskaðist mest hrogna- og svilafiskur, bæði á handfæri og línu. Seint í maí kom ný ganga af vænum fiski og vel feitum (ekki hrogna- fiskur) og fannst bafsild í maga margra, þó náðist ekki hafsíld hér í reknet fyr en um mánaðmót mai og júní. Frá því i febrúar, eða fyr, mátti svo heita að fullur væri sjór af átu, enda svartfugl og skegla með langmesta móti. Til beitu höfðu menn fugl, sem gefst vel á handfæri, en loðnu höfðu menn á línu, er fékkst. 1 júní og júlí var sæmilegur afli á djúpmiðum, sama mátti segja um ágúst og fyrstu dagana af september. Síð- an hefir ekki fengist fiskur til matar. Þó halda menn að fiskur sé nógur ef veður ekki hamlaði. Eins og að undanförnu hafa 3 Húsa- vikurkaupmenn keypt hér blautfisk með hrygg og borguðu mót vöruúttekt. — Málsíisk 20" og yfir 15" —13 aura kg. Smá- fisk að 12" 12—8 aura og ýsu, keilu, ufsa og harðfisk 5 aura kg. Verzlun H. Geirdal í Grímsey keypti og talsvert af blautfiski og borgaði tals- vert hærra verð, þ. e. 16 au. kg. nálega allan tímann og 13-11 au. smáfisk. Húsavikur-kaupmenn tlytja sinn fisk til Húsavikur til verkunar, en V. H. Geir- dal til Akureyrar. Hafstraumar munu hafa verið með blýjasta móti hér í sum- ar, en oft heyrðust sjómenn kvarta um það, að straumur og löll væri harðara en venjulega. Góðs viti þótti oss Grímseyingum það er vitamálastjóri kom hingað til að mæla úl vitastæði í sumar. Vonumst eftir vita bráðlega; hafa menn þráð hann lengi og ekki að ástæðulausu. þótt margir áliti, að hér sé ófær höfn fyrir mótorbáta yfir sumartímann, þá er þó sannleikurinn sá, að ég, af 20 ára reynslu, get borið um það, að mótorbát- ar geta óhultir legið á legunni allt frá júní þar til seint í ágúst að minnsta kosti og með litlum tilkostnaði mætti try«8ja höfnina máske allt árið fyrir mótorbáta stærri og minni meðan pláss- ið leyfir. Fra Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og víðar sóttu menn á mótoibátum feikna afla siðari part sumars austur og norður af Grímsey, oft í svo vondum veðrum, að trillur héðan treystu sér ekki að etja kappi við þá. Það virðist nú liggja í augum uppi að til þess að mótorbátaútgerð mætti reka héðan í allstórum stil að sumrinu, að minnsta kosti, þyrfti að eins stærri báta, en nú höfum við, með »trillu«bátunum, nóga beitu (frystihús í eynni), og nægi- lega margt fólk. Sjálfsagt virðist lika að verka allan fiskinn í eyjunni; mundi ungdóminum hollara að fást við fisk- verkun en ganga iðjulaus. Til þess að efla útveginn hér, eins og að framan er bent á, vantar fyrst og fremst peninga og aukna þekkingu út á við um möguleika til útvegs hér í stærri stil. I sumar var færeyisk »trilla« hér, en í fyrra tvær; fengu þeir góðan afla og fóru ánægðir heim. Grímsey, 31. október 1930. Steinólfur E. Geirdal. Leiðrétting. í síðasta tbl. Ægis nr. 11, hefur mis- prentast á bls. 242, 2. dálki: Forseti fjórð- ungsþings Vestfirðinga kosinn Kr. A. Kristjánsson, en á að vera : Andrés Krist- jánsson í Meðaldal.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.