Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 17
ÆGIR 269 i athugasemdum sinum. Og vel hefði hann mátt koma að söguþekkingu sinni um notkun netja við síldar- og þorsk- veiðar til forna, án þess að gerast brot- legur við almenna kurteisi í ritmennsku. Hvenær er gufuskipi fyrst haldið úti til veiða hér á landi? Árið 1903, segir í Fiskiskýrslum og hlunninda frá 1912, og ennfremur stendur þar, að botnvörpu- skipaútgerðin hafi byrjað 1904 með Coot frá Hafnarfirði. Sé hér farið rangt með í opinberum heimildum, visast athuga- semdum K. B. á hærri staði. Hugleiðingar forsetans um ísvarða fisk- inn, finnst mér fara í mjög líka átt og ummæli greinar minnar. Eg telnaumast hægt að koma frá sér ísvörðum fiski til annara landa, nema þvi, sem veiðiskipin flytja sjálf, og forsetinn staðfestir þetta með því að skýra frá tilraunum til að flytja isvarinn fisk til Englands með öðr- um skipum en veiðiskipum, sem mis- heppnuðust vegna erfiðra samgangna. Þá er mínu máli lokið, ekki get ég þó skilið svo við þettað svar, að ég minnist ekki á málfræðinginn í forsetanum. Hann leiðréttir beygingu orðsins »ver«, sem ég hefi ritað »verjum« i þágufalli fleirtölu, í stað »verum«, eins og K. B. vill hafa það. En því miður er þetta líka skakkt hjá honum (sbr. orðabók Fritzners). Asgeir Porsieinsson. Ritstjóri Ægis hefur sýnt mér ofanrit- aða svargrein hr. verkfræðings Ásgeirs Þorsteinssonar, og gefið mér kost á að gera við hana nokkrar athugasemdir. Eg mótmæli því algerlega sem hr. Á. Þ- ber mér á brýn í svargrein sinni, að ég hafi á nokkurn hátt snúið út úr eða ^rangfært grein hans, eða færf réttar til- vitnanir til rangs vegar, eins og hann segir, enda sannar hann sjálfur að svo er eklci, því hann mundi hafa bent á þau dæmi í svargrein sinni, ef fundist hefðu, því svo erfitt gerist honum um að svara, að honum hefði mátt vera •fengur í að fá eitthvað til að hrekja. Ég tók það fram í fyrri grein minni, að ég mundi ekki hafa farið að eyða tíma til að gagnrýna grein Á. Þ., hefði hún ekki birzt í merku límariti, þar sem slíkar fjarstæður og fáfræði semþarkem- ur fram, mætti ekki látast óátalin, en meðan hr. Á. Þ. tekur sér fyrir hendur að skrifa um efni sem hann ekki ræður við, ætti hann ekki að sleppa sér lengra en að fylla upp í dálka dagblaðanna, því þar mundi hann, að minnsta kosti af mér látinn óáreittur. Hr. Á. Þ. endurtekur hér aftur þá staðhæfingu sína, að það sé fyrst með komu þilskipanna, að menn hafi farið að gera fiskveiðar að aðalstarfi sinu. Þetta er rangt, þvi áður en þilskipin komu og jafnframt því, sem þau voru notuð, voru margar veiðistöðvar, þar sem menn stunduðu fiskveiðar sem sjálfstæðan at- vinnuveg, og vará mörgum stöðum opnu bátununi haldið úti allt árið, en þilskip- unum yfirleitt ekki nema hálft árið, enda var það viða á haustin, eftir að þilskipin hættu, að skipverjar þeirra frá sumrinu, fóru á haustum og vetrum yfir á opnu skipin, þar sem svo hagaði til. Um aldamótin telur höf. að við höf- um verið hálfri öld á eftir tímanum, af því að Englendingar hafi fyrir rúmum fimmtíu árum verið farnir að nota segl- skip til botnvörpuveiða, en hölum við þá ekki verið meira en hálfri öld á eftir tímanum, því að botnvarpan er þekkt og hefur verið notuð frá ómunatíð (Jen- kins The sea fisheries, bls. 15). (í Ha- vets Rigdomme M. Þórðarson, bls. 148 er mynd frá 1750 af seglbolnvörpungi).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.