Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 7
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 24. árg. Reykjavík Jan. 1981. Nr. 1. Sjávarútvegurinn 1930. Eftir Kristján Bergsson. Árið 1930 er nú liðið, þetta ár sem niargir höfðu vænst svo mikils af og gert sér svo miklar vonir um, bæði að því er afkomu atvinnuveganna snerti og þá ekki síður þær vonir, er menn höfðu bundið við þetta mikla hátíðarár, þar sem augu mikils hluta heímsins beind- ust nú í fyrsta sinni að þessu afskekta og fámenna landi. Það er engu hægt um það að spá enn- þá, hve langærar þær vakningar verða, sem myndast hafa á þessu ári, en búast má við að það verði að nokkuru háð afkomu atvinnuveganna, hvernig þær fá notið sín. Að því er sjávarútveginn snertir, var ekki hægt að segja annað en að árið byrjaði mjög glæsilega. Undanfarandi góð- ®ri á því sviði höfðu örfað til bjartsýni °g menn tóku vonglaðir og reifir á móti árinu sem var að koma. Fiskbirgðir voru yfirleitt litlar og hin mikla framleiðsla ársins 1929 var að mestu leyti seld og þö að verðið um áramótin væri að vísu nokkuð lægra en verð undanfarandi ára, þá var það þó við unandi og svaraði framleiðslukostnaði í meðal aflaári. Það vantaði heldur ekki að strax í ársbyrjun var það sjáanlegt, að hægt var að gera sér vonir um gott aflaár, því þegar á sjó gaf aflaðist yfirleitt ágætlega og mátti heita að svo væri allt árið, en þrátt fyrir það þó árið væri svona aflasælt, þá er ekki hægt að segja annað en aðáriðhafi verið mjög erfitt fyrir útgerðina í land- inu. Yerð flestra sjávarafurða, eins og ís- lenzkra afurða í heild sinni, fór stöðugt fallandi og mjög illa gekk að selja fisk- inn þrátt fyrir það þó að verðið væri stöðugt lækkað. Birgðir söfnuðust því mjög fyrir þegar á árið leið, svo að þær hafa aldiei áður verið jafn miklar og nú. Auk þess kostnaðar sem það hefir í för með sér að liggja með miklar birgðir óseldar í lækkandi verðlagi, þá má alltaf búast við að fiskurinn þoli ekki þa bið, og verði því meira og minna af honum sem skemmist áður en hann er kominn til neytenda, enda fyrir löngu fyrirsjáan- legt að þær birgðir, sem nú liggja ó- seldar, verði livergi nærri uppétnar, áð- ur en nýja framleiðslan kemur á mark- aðinn og munu því óhjákvæmilega stuðla að áframhaldandi verðfalli á næstu fram- leiðslu. Það er þvi engin furða, þó að menn horfi með meira ugg og ótta á móti þessu nýbyrjaða ári en árunum undanfarandi,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.