Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 15
ÆGIR 9 menn og sjómenn þurfa nú alls síns með og þola illa bið. Einkasalan hefur því yfirleitt ekki greitt mönnum meira en 7 krónur út á hverja síldartunuu frá síðasta ári, þó hefur hún greitt skip- verjum á sumum skipum 9 kr. á þeirra hluta, og ef til vill kemur einhver frek- ari uppbót á þetta seinna. Það má því gera ráð fýrir að saltsíldin jafni sig upp með 9—10 kr. pr. tn. Árið 1929 var út- borgað meðalverð kr. 13,60, en 1928 kr. 13.50. Þátttaka Norðmanna í sildveiðum var lik og árið áður, 130—140 skip. Samkv. skýrslu norska fiskmálastjórans, sem birt er í nr. 1 af »Fiskets Gang« 1931, hefur veiði þeirra í ár veríð 136,100 tunnur á móti 101,000 árið áður. Auk þess hata Norðmenn selt á árinu 44,675 hl. á ís- landi, sem allt mun hafa farið til bræðslu. Meðalverð á norsku síldinni telur hann vera 23 aura norska pr. kilo, verðmæti sildveiða Norðmanna við ísland á árinu telur hann 2,7 miljónir kr. á móti 2,5 milj. kr. árið áður. Finnar béldu hér líka úti skipum á síldveiðum, að nokkru leyti með norsk- ar skipshafnir. Sömuleiðis voru hér uppi tvö dönsk gufuskip á síldveiðum og sölt- uðu veiði sína um borð í skipunum. Sala sjávarafurða. Sala sjávarafurða gekk mjög treglega á árinu, einkum þó þegar leið fram á sumarið, þá fór verðið hriðversnandi og hélzt verðfallið út allt árið. í byrjun ársins voru fiskbirgðirnar tæp °3 þús. skpd., og þó að það væri dálítið meira en árið áður, þá var engin ástæða til þess að óttast að verðið gæti ekki haldist af þeim ástæðum, enda hélzt verðið að mestu fyrstu mánuði ársins, hækkaði jafnvel dálítið um tíma ífebrú- armánuði. í byrjun ársins var verðið kr. 120 fyrir stórfisk nr. 1 sólþurkaðan, og 118 kr. fyrir húsþurkaðan, en í febrúar var húsþurkaður fiskur seldur fyrir kr. 122, og hélzt það verð út marzmánuð, en þegar að fréttir fóru að berast um mikinn afla frá Noregi og íslandi, fór eftirspurnin að minnka. Fyrsta fram- leiðslan var þvi seld með lágu verði. Fyrirframsala frá Vestfjörðum síðast í apríl, byrjaði með 108 kr., en sunnan- lands með kr. 100 í báðum tilfellum með 32 í pakka. Sökum óþurkanna sem gengu um allt landið, seinkaði mjög af- skiþun af fiskínum frá íslandi, og var það bæði Norðmönnum og Færeyingum að gagni, sem þess vegna sátu fyrir með fyrstu sölur, og voru búnir að fylla markaðinn áður en verulega fór að ber- ast að af fiski frá íslandi. Vestfirðirnir voru sá eini staður á landinu, þar sem fiskþurkunin gekk þolanlega, og gátu þeir því selt hlutfallslega meira afsinum fiski en aðrir, aftur á móti gekk verk- unin mjög illa i Vestmannaeyjum, og mátti heita að ekkert af þeirra fiski væri orðið þurt þegar liðið var langtásumar, enda fara þeir þá að flytja fiskinn frá sér til verkunar, nokkuð var flutt til Stokkseyrar, en sumt til Reykjavíkur. Auk verðfallsins á fiskinum, hefur því verkunin orðið Vestmannaeyingum mjög dýr. Þegar komið var fram í ágúst var verðið á Suðurlandsfiski komið niður í 95 kr., og var töluvertselt með því verði, en um það leyli var nokkuð selt á Norð- urlandi á 108 kr., og bezti Austfjarða- fiskur á 114 og var það bezta sala sum- arsins og að eins úrvalsfiskur fyrir Barce- lonamarkað. Þegar leið á haustið dróg mjög úr sölu og útflulningi á fiski, en þá er vanalega útflutningur mestur, enda byrjaði þá verðfallið fyrir alvöru, svo að um áramót má telja að verðið sé komið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.