Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Síða 16

Ægir - 01.01.1931, Síða 16
10 ÆGIR niður i kr. 80, og ekki einu sinni hægt að koma í gegn sölu með því verði. Sala á Labradorverkuðum fiski gekk framan af sumrinu mikið betur en á fullverkuðum íiski. Var verðið í ársbyrj- un kr. 100 — en þegar kom fram i mai var verðið komið niður i kr. 90oglækk- aði svo i ágústmánuði niður í 75 krónur og var mikið selt með þvi verði, og hefði sjálfsagt verið hægt að selja meira af honum um tima hefði verðinu ekki verið haldið of föstu, en menn vöruðu sig ekki á því yfirleitt, sem öllum annars mátti vera ljóst, að sökum þess hve fiskurinn var smár allstaðar á landinu, þá var verkað meira af þeirri vöru, en markaðurinn krafðist og fórsvoað engin viðunandi boð fengust í hann, og þegar komið var fram í árslok, var farið að tala um 45 — 50 kr. boð, án þess þó að sala færi fram með þvi verði. Verðið á fullstöðnum saitfiski var í ársb}rrjun 0,45 pr. kg. á pakkhúsgólfi í Reykjavik eða Hafnarflrði, en hélt stöð- ugt áfram að lækka og var í lok apríl- mánaðar komið niður í 0,31 eyrir, en gat einu sinni ekki haldist í þvi verði komst jafnvel niður í 0,24 aura úti á landinu, og nú um áramót er þveginn og pressaður fiskur seldur fyrir 26 a. fob. Sama var að segja um þorskalýsi og síldarlýsi, að það hélt áfram að falla stöðugt og var jafnvel óseljanlegt fyrir viðunandi boð. Af sjávarafurðum er flskimjöl og sild- armjöl þær einustu afurðir, sem hafa haldist í nokkurnveginn viðunandi verði, og salan á þeim afurðum hefur gengið greiðlega. Það eru rnargar ástæður, sem hafa unnið að því í sameiningu að svona fór með sölu sjávarafurðanna. Eins og áður er tekið fram, seinkaði útflutningi á flski frá íslandi sökum ó- þurka, það dróg því úr neyzlunni á fyrstu framleiðslu á þeim stöðum, þar sem ís- lenzki fiskurinn er mest keyptur. Verð- hrunið í Ameríku orsakaði erfiðleika um allan heim á peningamarkaðinum. Sameiginlegt verðfall á heimsmarkaðin- um á flestöllum fæðu- og iðnaðarvörum hlaut auðvitað að lenda á islenzkum vör- um eins og annara landa. Stöðugar verðsveiflur á spanska geng- inu, eftir að leið á sumarið, ásamt inn- anlandsóeírðum, verkfalli og skorti á kaupgetu fólksins, dróg úr neyzlunni. Verðfall á kaffi í Brazilíu og innanlands- óeirðir, dróg úr sölu á norskum fiski þangað í stórum stil, og var þess vegna pressuð sala fram á markaðinum i Mið- jarðarlöndunum af fiski, sem ætlaður var til annara staða o. s. frv. Alls hefur útflutningur á fiski frá ís- landi.tvö undanfarandi ár verið: 1930 af verkuðum íiski 51,571,620 kg. af óverkuðum fiski 20,722,640 kg. 1929 af verkuðum fiski 53,729,060 kg. af óverkuðum fiski 28,862,170 kg. Þegar nú fylgist að óvenjulega mikill afli, og að útflutningur minnkar jafnstór- kostlega, er ekki að furða þó að ástandið sé ekki sem glæsilegast. Mismunurinn á útflutningnum á óverk- aða fiskinum, stafar af því að útllutn- ingurinn til Englands bróst tilfinnanlega, því verkunarstöðvarnar þar fengu svo mikið af ódýrum fiski, sem botnvörp- ungarnir ensku komu með frá Bjarnar- eyju og yfirfyllti enska markaðinn. Sú nýlunda gerðist á árinu, að tveir farmar af frosnum fiski frá sænska frysti- húsinu í Reykjavik, voru fluttir lil Mið- jarðarhafslandanna, fóru þeir til Barce- lona og Genova, en treglega hefurgengið þar með sölu á þeim fiski, en þó er þeim tilraunum haldið áfram, sama má segja um þá farma, sem farið hafa til

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.