Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 30
Aðalfundur Fiskifélags íslands verður haldinn í Kaup- þingssalnum í Eimskipafélagshúsinu föstudaginn 13. febrúar n.k. Fréttir úr ýmsum áttum. Skip ferst. í byrjun desember siðastl. koin þýzkur togari til Þórshafnar á Fær- eyjum, til að ná í vatn. Skömmu eftir að hann lagði af stað frá Cuxhaven, skall á afspyrnuveður og til þess að létla skipið, sem lá við að sökkva er það hætti að geta varið sig, dældu skipsmenu öllu drykkjarvatni úr hylkjunum í sjóinn. Um sama leyti og togarinn lagði af stað frá Cuxhaven, fór einnig út frá sömu höfn, eimskip að nafni »Louise Leon- hard«; var það 3500 tons að stærð. Það fórst í minni Elbefljótsins með allri á- höfn; alls voru á því 31 maður. Veðrið var ógurlegt (11—12). Er út á fljótið kom, sprakk stýriskeðja á stjórnborða, og rak þá skipið fyrir straum og vindi og við ekkert varð ráðið. Kl. 8 um kvöldið heyrðist ógreinilega i Cuxhaven neyðarmerkið S. 0. S. og þrátt fyrir of- viðrið, voru tvö björgunarskip send til hjálpar ef eitthvað yrði aðgert, en þeir urðu ekki varir við neitt. Nokkrum dögum síðar fannst skipið brotið á grynningum í fljótsmynninu. Mun brotsjór hafa skolað skipshöfn út- byrðis áður en nokkur tök voru til að koma bátum á sjóinn. Bruni. Hinn 7. janúar milli kl. 7—8, varð vart við eld á efstu hæð Kristnes- hælisins. Brann lofthæðin öll, en hinar hæðirnar eru sæmilega eldtryggar. Fólk sakaði ekki nema einstúlka brenndist all- mikið, er hún ætlaði að bjarga fatnaði sinum. Sjúklingar voru rólegir og héldu kyrru fyrir í húsinu meðan verið var að slökkva og að sögn varð engum þeirra meint við atvik þetta. Flöskuskeyti afhent á skrifstofu Fski- félags lslands 3. janúar 1931. hað hljóð- ar svo: »Fieygt út af »Skúla fógeta« frá Reykja- vík 29. sept. 1930 á leið frá Englandi, 25 mílur SA frá Reykjanesi. heir, sem kynnu að finna flöskuna, eru beðnir að skila henni til Hindriks Ottóssonar Vesíurgötu 29 í Reykjavík«. Flaskan fannst 400 faðma lyrir vestan »Loftsstaðahól« 1 Árnessýslu, hinn 2. des- ember 1930. Otto Sverdrup, heimskautafarinnfrægi er nýlátinn 76 ára að aldri. Hann var með Nansen á Grænlands- ferðinni 1888 og rómaði Nansen mjög dugnað hans og snarræði og á »Fram«- leiðangrinum var Sverdrup skipstjóri; er Ieiðangur sá frægur mjög. Sverdrup hefur skrifað nokkrar ferðabækur um norður- ferðir sínar. Síðustu æfiárin var hijótt um hinn gamla víking. „Æ G I R“. Samkvæmt ákvörðun sið- asta Fiskiþings, er verð »Ægis« frá ára- mótum 3 — þrjár — krónur árgang- urinn, hvort heldur kaupendur eru meðlimir fiskideilda, eða eigi. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.