Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 14
8 ÆGIR Hefur síldin við ísland í mörg undan- farandi ár, ekki verið eins góð til sölt- unar svo snemma á ári eins og síðast liðið sumar, Tafla II. Síldveiðin 1930. •O t « 2 w B O C3 U. ^ a í e O -o g 5 Ja 2 Vestfiröir 4 179 « 182 451 Siglufjörður 65 861 40 055 233 301 Akureyri og Raufarhöfn. 47 334 16 073 119 023 Austfiröir 10 132 2 175 )) Samtals 1930 127 506 58 303 534 775 ■ 1929 111 578 17 001 515 934 —»- 1928 124 157 50 176 507 661 Tafla 2 sýnir síldveiðina á öllu land- inu og hvernig hún skiítist meðal lands- fjórðunganna. Ríkisbræðslan, sem staðið hefur yfir í byggingu undanfarandi, var fullbyggð og tók til starfa á árinu, tók hún á móti samtals 95,400 hl., og kom það útgerð- inni að mikíum nolum, því síldveiðin var mjcg kraftmikil meðan hún stóð, en eins og árið áður hvarf síldin mjög snemma, mátti heita að öll veiði væri búin um 20. ágúst, þó lengur væri haldið áfram veiðinni og einstöku skip fengi eftir það nokkra veiði, einkum með því að sækja hana austur að Melrakkasléttu eða Langanesi. 17 botnvörpuskip stunduðu síldveiði yfir sumarið, a'ðallega fyrir bræðslustöðv- arnar, og er það einu skipi íleira en árið áður. Verðið á bræðslusíldinni var nokkuð líkt og árið áður. Krossanesverksmiðjan borgaði 6 kr. pr. mál af þeirri síld sem hún keypti og stöðvarnar á Vesturlandi eitthvað hærra, aftur á móti notuðu bræðslustöðvarnar á Siglufirði aðstöðu sina meðan móttakan var stöðvuð i Krossanesi, og hið mikla framboð á síld- inni, til að þvinga verðið niður, og komst það mjög langt niður um tima, og hefði þó farið ver, hefði Ríkisbræðslan ekki verið, en eftir að hiín fór að taka á móti, festist verðið þar nokkuð aftur, auðvitað gat hún ekki fullnægt öllum framboðum þvi nóg barst alltaf að af þeim bátum sem höfðu föst viðskifti vfð hana. Síldarbræðslan borgaði kr. 4,40 fyrir mál (135 kg.) við móttöku, og þar sem hún var rekin á samvinnugrundvelli var gert ráð fyrir að hún mundi borga upp- bót siðar, þegar að afurðirnar væru seld- ar, en sökum verðfalls þess, sem varð á sildarlýsinu og hélt áfram allt sumarið, má búast við að uppbótin verði ekki mikil, enda er töluvert af síldarlýsinu ó- selt nú um áramótin. Síldareinkasalan hafði selt töluvert af sild fyrirfram, einkum þó kryddsild og sérverkaða srld, og eins og tafla 2 ber með sér, náð þeirri verkun aftur úr höndum Norðmanna, en þeir höfðu árið áður náð mikið af þeirri sölu í sinar hendur. Aftur á móti seldi einkasalan til Rúss- lands um 30 þús. tunnur af saltsíld fyrir 18 danskar krónur fob, með ársgjald- frésti, og var gert ráð fyrir að því yrði bætt við söltunina til viðbótar við þau söltunarleyfi sem veitt voru, en þar sem síldin hvarf svo snemma, fékkst ekki síld upp í þá samninga og varð þvi að fullnægja þeirri sölu með sild sem áður var söltuð og ætluð á aðra markaði, og lækkaði það þvi töluvert meðalverðið á sumarsildinni, auk þess sem þessir rúss- nesku síldarvíxlar verða ekki greiddir fyr en seint næsta sumar, en útgerðar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.