Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 22
16
ÆGIR
Tafla VII. Skýrsla um frystingu
beitusíldar 1929 og 1930.
1929 kg, 1930 kg-
Vestfirðingafjórðungur . . 564.000 505.000
Norðlendingafjórðungur . 1.690.100 2.358.580
Austfirðingafjórðungur . . 343.210 485.460
Samtal 2 597.310 3.349.040
í Sunnlendingafjóröungi hefur sild sú, sem
aflast hefur þessi ár, aö mestu verið notuö
jafnóðum til beitu, en paö sem afgangs hefur
veriö, er svo lítið, að ekki skiftir máli þó því
sé sleppt.
þann hluta vertíðar, seni afli er góður.
Dragi þvi mikið úr framleiðslu þeirra
landa, er saltfisk framleiða og selja á
sömu mörkuðum og við, getur það hjálp-
að mikið til að hækka verðið á nýju
framleiðslunni og halda þvi uppi, en það
getur ekki forðað verðfalli eða tapi á
gamla fiskinum sem eftir liggur.
Beitubirgðir.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
Fisldfélagið hefir fengið, þá hefir sam-
kvæmt töflu VII, verið frystar 33 þús.
tunnur af beitusíld á sumrinu, er þetta
ca. 8 þús. tunnum meira en árið á und-
an. Þar senv nú má gera ráð fyrir að
veiðin verði stunduð af minna kappi en
undanfarandi ár, og ennfremur óvist um
hvort línubátarnir stundi veiðar á ver-
tíðinni eða ekki, þá er það augljóst að
ekki þarf að óttast beituskort þangað til
að nýja síldin fer að fást. Sömuleiðis má
gera ráð fyrir, að verðið verði mikið
lægra en undanfarandi ár sökum meira
framboðs.
Þar, sem róðrar voru viðast hvar á
landinu mjög litið stundaðir siðastliðið
haust, má heita að mest öll sú síld sem
fryst var síðastliðið sumar, hafi verið ó-
eydd á áramótum.
Ýmsar umbætur
á sviði fiskiveiðanna hafa verið gerðar
á árinu.
Sildarbræðsla ríkisins á Siglufirði sem
verið hefir í byggingu undanfarið var
fullbúin á árinu og tók til starfa i byrj-
un síldveiðanna. Verksmiðja þessi er af
nýjustu og fullkomnustu gerð.
Á Húsavík var byggð lítil beinamjöls-
verksmiðja, sem tók til starfa á árinu.
ÁNorðfirði var byggð myndarleg lifrar-
bræðslustöð, sem rekin er af útgerðar-
mönnum á samvinnugrundvelli.
Á Akranesi var unnið að hafnargerð
á árinu; var þar byggður fram hafnar-
garður og var hann kominn það áleiðis
um haustið, að smærri skip voru farin
að geta Iagst að honum.
Básaskersbryggjan í Vestmannaeyjum,
sem byrjað var á 1929, var framlengd á
árinu.
í Gerðum i Garði var unnið að áfram-
haldi brimbrjótsins.
Bátabryggja var byggð á Flatey á
Skjálfandaflóa.
Á Hofsós var gerð uppfylling járnbent.
í Reykjavíkurhöfn var unnið mikið á
árinu að umbótum, var byggður frám
garður frá gömlu uppfyllingunni og
gert við gömlu uppfyllinguna, sem farin
var að springa fram.
Að vitabyggingum var töluvert unnið
á árinu. Hornbjargsvitinn, sem lýsir 16
sjómílur, var byggður á árinu og tók til
starfa, sömuleiðis voru Siglúfjarðar, Sval-
barðseyrar, Hjalteyrar, Selvogs og Stramn-
nesvitarnir endurbættir.