Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 12
6
ÆGIR
fiski, og er ekki ólíklegt að hefði þá verið
meira um gæftir og beita til í eyjunni,
að þá hefði verið hægt að fiska þar
nokkuð á lóðir, en þeir bátar sem fóru
þaðan á sjó höfðu handfæri og fugl til
beitu. Þegar kom fram í marz aflaðist
nokkuð um tíma í Flatey, ólafsfirði og
Siglufirði, en þessi afli stóð stutt, enda
kom þá um líkt leyti töluverð selavaða
upp að landinu og fældi burt fiskinn af
grunnmiðum. Siglufjörður er sá eini
staður á Norðurlandi, sem liggur vel til
vetrarveiða, og hefur svo örugga höfn,
að bátar geta verið þar á floti allan vet-
urinn, og er einkennilegt, jafn lítið og
þar er um atvinnu að vetrinum, að
ekki skulu vera stundaðir vetrarróðrar þar
því i mörgum vetrum mundu róðrar frá
Sigluf. ekki arðminni en frá veiðistöðvun-
um við Isafjarðardjúp, þar sem þeir hafa
verið stundaðir ávalt allan veturinn.
Nokkur stærri skipin frá Eyjafirði
komu til Suðurlandsins og stunduðu
veiðar þaðan á vertíðinni, eins og þau
hafa oft gert áður, en mestallur fiski-
flótinn lá samt heima aðgerðalaus.
I byrjun maí kom mjög mikil afla-
ganga upp að Norðurlandinu, höfðu
menn þá nægilega frosna síld til beitu
og fekkst oft um og yfir 20 skpd. í róðri.
Sá munur er nú að verða á Norður-
landi, að flest stærri útgerðarplássin eru
nú að koma sér upp frystihúsum og
gerir þetta þeim kleyft að nota vorhlaup-
in, sem oft eru þar mjög kröftug, en til
skamms tíma mátti heita að róðrar byrj-
uðu þar ekki fyr en nýja sildin fór að
fást, og bagaði þar oft beituleysi, svo að
vorhlaupin þar notuðust ekki. Þærveiði-
stöðvar, sem ekki eru enn þá búnar að
fá frystihús, eru nú að fá opin augun
fyrir nytsemi þeirra, og má búast við
að haflst verði handa með að fjölga þeim
nú á þessu ári.
Ólafsfirðingar komu sér upp myndar-
legu frystihúsi á sumrinu, en sökum þess
hvað það var siðbúið, gálu þeir ekki
aflað sér beitu i það á þessu árí, en þar
sem nægileg beita liggur i öðrum frysti-
húsum við Eyjafjörð, þá gerir það ekki
svo mikið i þetta skifti, þvi þeir geta
birgt hús sitt með beitu þaðan. Sérstak-
lega er veiðistöðvum við Húnaflóa nauð-
synlegt að koma sér upp húsi, þvi að
síld fæst þar vanalega nokkuð seint á
vorin, þó kemur það stundum fyrir að
smásild fæst að vorinu á Blönduósi, en
það brást i vor. Á Skagaströnd t. d hefj-
ast að jafnaði ekki róðrar fyr en í júni,
svo teljandi sé, en eftir að kemur fram
í september fara sjóferðir að verða strjál-
ar sökum ógæfta. Það eru því aðallega
mánuðirnir júlí og ágúst, sem hægt er
að telja að útgerð sé þar stunduð óslitið
og er það of stuttur tími til þess að byggja
á því örugga afkomu manna.
Seinni hluta sumarsíns var ágætisafli
á Húsavík og veiðistöðvunum við SkjálfJ
andaflóa og helst afli þar miklu lengur
en á Siglufirði og vestari verstöðvunum.
f heild sinni má því segja að árið
væri ágætis aflaár í Norðurlandi eins og
annarsstaðar á landinu, þó varð afla-
magn fjórðungsins nokkru minna en árið
á undan.
Á Húsavik var byggð fiskimjölsverk-
smiðju á árinu, sem tók til starfa seinni
part sumarsins.
Austfirðingafjórðungur.
Vetrarvertíðin byrjaði þar með seinna
móti, og fóru bátarnir frá norðurfjörð-
unum yfirleitt suður til Hornafjarðar, en
þar stunda þeir flestir veiðar að vetrin-
um, ekki fyr en i marzmánuði, en undan-
farandi hefur yfirleitt byrjað vertíð þar
í febrúár. Nokkrir bátar frá Fáskrúðs-
firði og Hornafirði höfðu þó farið nokkrar