Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 27
ÆGIR 21 10. gr.: t staðínn fyrir o2/s fulltrúa« komi »s/‘ fulltrúa«. 13. gr.: Malsgreinin: »Hún ræður fram- kvæmdastjóra og má hann ekki eiga sæti í stjórninni« og í næstu málsgrein »einn- ig aðra« falli burt. Síðasta málsgr.: »Framkvæmdastjóri á sætí á stjórnarfundum» falli burt. 14. gr. Orðið »Framkvæmdastjóri« falli burt og i staðinu fyrir »þá« komi »hann«, í staðinn fyrir »yfirskoðunarmönnum« komi »endurskoðunarmönnum«. 18. gr.: 1 stað »félagsmanna« í lok greinarinnar komi »flskifélagsdeildafull- trúa, æfifélaga og heiðursfélaga«. Allar þessar breytingar voru samþykk- ar. Siðan var lagafrumvarpið lesið upp og samþykkt lið fyrir lið með þessum áorðnu breytingum. 20. Þá var gengið til kosninga. Til full- frúa á næsta fiskiþing — eða til næstu 3ja ára, — voru kosnir: Guðmuudur Pétursson með 9 atkv. Steindór Hjaltalín með 5 atkv. með hlutkesti milli hans og Páls Halldórsson- ar, er fengu jöfn atkvæði. Varafulltrúar voru kosnir: Páll Halldórsson með 8 atkvæðum. Páll Bergsson með 7 atkv. Þá var kosinn forseti fjórðungssam- bandsins,Guðmundur Pétursson útgerðar- maður með 6 atkv., en til vara Stefán Jónasson. Til ritara og féhirðis fjórðungssam- bandsins var kosinn Steindór Hjaltalín, og til vara Páll Bergsson. Þá var samþykkt að halda næsta fjórð- ungsþing á Akureyri. Fleira var ekki fyrir tekið, fundargerð- in lesin upp og samþykkt. Þinginu slitið kl. 9,30 e. m. Akureyri, 13. des. 1930. Karl Nikulásson. Guðm. Pétursson. Páll Halldórsson. Steindór Hjaltalin. Porv. Friðfinnsson. Pórður Eggertsson. Sigurvin Edílonsson. Páll Bergsson. Gunnar Pórðarson. Sleján Jónasson. Sveinbjörn Jóhannsson. Afli á m.b. „Geysi“ frá Bíldudal, sumarið 1930. Sumarið má telja meðalaflaárá hand- færaveiðiskip hér fyrir Vestfjörðum, þó það revndist okkur betur, en tiðarfarvar heldur erfitt, oftast austan og norðaust- an strekkingar með þoku, sem reyndar er tiðasta árin fyrir Vestfjörðum á sumrin, og er þessi átt sérstaklega bagaleg seinni part sumra, þegar helzt þarf að sækja allan fisk austur á Húnaflóa. Mér hefur reynzt á undaníörnum árum, að effir kemur fram í miðjan júní, að það sé ekki nema tap að vera að leita fisks nær, en út at Hornbjargi, en þetta er oft erf- itt, og gengur oft langur tími i að kom- ast þetta á skipum með litlum vélum, þegar maður er óheppinn með veður. Við vorum við veiðar í fjóra mánuði, eða 121 dag, frá 24. aprí! til 23. ágúst, og ötluðnm 570V2 skpd. af þurrum fiski. af þessum tíma vorum við 92 daga á fiski, þar í taldir allir dagar, sem ein- hver fiskur kom á skipið, en auðvitað eru margir dagar, sem ekki eru nema hálfir eða brot úr dögum, eftir því sem komið eða farið var af fiski, hinn tfm- inn gekk í ýmsar frálafir, að fara heim, að losa 11 sinnum, að afla sér beitu eða þá veður, sem hamlaði. Þessar frátafir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.