Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1931, Blaðsíða 10
4 ÆGIR *> tirinn seldur á öðru verkunarstigi eða óverkaður, hve mikið af vigt skyldi lagt á móti 1000 kg. af salt- fiski 10 daga stöðnum í landi. Samningi þessum sögðu hásetar upp við árslok 1930 og voru ekki samningar komnir. á að nýju fyrir áramól. Kaup háseta á botnvörpungum hefur haldist óbreytt siðan 28. febr. 1929, eins og getið er um i síðustu ársskýrslu minni, og hefur af hvorugum aðila verið sagt upp nú við áramótog gilda því áframn.á. í lok febrúarmánaðar skiíti um tíð og varð þá strax ágætisafli og hélzt hann úr því það sem eftir var vertíðarinnar og er talið að aldrei hafi verið jafnmik- ill afli hér eins og þann hluta vertíðar- innar og aflinn yfirleitt mjög jafn, þó hamlaði beituleysi nokkuð suma báta þegar leið á vertíðina, enda var beitan talin slæm í mörgum húsum, einkum þeim nýju, sem seint voru tilbúin, og þiðnaði því síldin upp í þeim mörgum. Fyrir bragðið var beitan ódrýgri en hún annars hefði verið. Voru fluttir inn tveir farmar af frosinni sild frá Noregi siðari hluta vertíðarinnar. Fótti sú sild lélegri til beitu en islenzka sildin, enda tölu- vert magrari, var sú síld seld i 50 kg. kössum á 22—23 kr. kassinn. Síldveiði var töluverð á Austfjörðum fyrri hlula ársins, meira en hægt var að nota þar til beitu, en ekkert af henni var flutt hingað til Suðurlandsins. Síld kom einnig nokkuð snemma upp að Suður- landinu, veiddist hún í Vestmannaeyj- um 10. apríl fyrst, í Grindavik fékkst einnig síld í lagnet 1. mai og 5. mai kom bátur frá ísafirði inn til Reykja- víkur með 60 tunnur af sild sem hann daginn áður hafði fengið í Jökuldjúp- inu. Síldveiðin við Faxaflóa var þó treg alla vertíðina og fullnægði hvergi nærri eftirspurninni. I Vestmannaeyjum hófst og ágætisafli á linu. strax í febrúarlok og hélzt svo út að heita mátti alla vertíðina, og var því mest allur aflinn þar línufiskur, er af kunnugum mönnum talið að að minnsta kosti 65"/o af öllum ársafla í Eyjum sé á þessu ári fiskaður á línu, en undan- farandi hefur mestallur vertíðaraflinn þar fengist í net. Aflinn hélzt að heita málti jafngóður út alla vertiðina og varð sam- tals um 48 þús. skpd. og er það mesti afli, sem nokkurn tíma hefur fengist í Vestmannaeyjum. Úr Grindavik gengu 29 opnir vélbátar á vertiðinni og öfluðu samtals ca. 7000 skpd. Var um tíma landburður af afla Mikíð hjálpaði það til með aflann þar að sumarið áður var byggt þar véla- frystihús, sem jafnan hafði nægilega beitu handa útveginum, en áður hafa menn þar orðið að tryggja sér beitu frá Kefla- vik eða Hafnarfirði, og héfir oft verið erfiðleikum bundið að afla hennar þegar þu rft hefur. 1 Þorlákshöfn brást aflinn að mestu, aftur á móti var góður afli á Stokkseyri og Eyrarbakka, en um tíma langt sótt. Eins og áður er tekið fram, var fisk- ur við suðurströndina og Faxaflóa lifrar- lítill, lét ég um tíma gera athuganir við- vikjandi þessu atriði í Kefllavík, en þar er talið að í meðalári fáist um 40 litrar af lifur úr hverjum 600 kg. af óslægðum fiski, þessu lifrarmagni náði fiskurinn þar aldrei alla vertiðina, komst jafnvel um tíma niður í 18 litra hver 600 kg. af óslægðum fiski. Loðna kom aldrei í Faxaflóa eða upp að Suðurströndinni, neitt sem talist gat á vertíðinni. og á árið að þvi leyti sam- merkt við árið á undan. Um hauslið aflaðist um tíma ágætlega i net í Garðsjónum, en tiltölulega stóð sá afli stutt, enda gerðu botnvörpungar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.