Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1931, Síða 25

Ægir - 01.01.1931, Síða 25
ÆGIR 19 hennar og skora því á stjórn Fiskifélags íslands að beita sér fyrir þvi, að Einka- salan verði afnumin á næsta Alþingi. — Fáist það ekki, þá verði neðantaldar breytingar gerðar á Einkasölulögunum: a) Að útflutningsnefnd verði kosin þannig, að 2 sjeu kosnir af útgerðar- mönnum, 1 af skipstjórafélögnnum, 1 af sjómannafélögunum og 1 af sameinuðu Alþingi«, b) »Að endurskoðunarmenn séu kosnir, annar af útgerðarmönnum og hinn af skipstjóra og sjómannafélögum.« Tillögur þessar voru samþykktar í einu hljóði. 9. Flugtollur á síld: í því máli var borin upp þessi tillaga: »Þar eð reynsla er fengin fyrir því, að sildarleit með flugvélum hefir ekki komið að tilætluðum notum, skorar fjórðungs- þing á stjórn Fiskifélags íslands að hlutast til um, að numinn verði úr gildi flug- skattur sá, er lagður var á síldarútveginn á siðasta þingi«. Tillaga þessi var samþykkt. 10. Síldartollsmál: Pessi tillaga var borin upp og samþykkt: »Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski- félags Islands að beita sér fyrir þvi, að útflutningsgjald af sild og síldarafurðum verði lækkað, svo að ekki sé hærra en af öðrum útfluttum afurðum landsmanna, svo sem fiski, kjöti ull o. fl«. 11. Ástand sjávarútvegsins: ítarlegar umræður fóru fram um yfir- standandi fjárhagsástand fiskiútgerðar- innar, og gengu allar í þá átt, að tak- marka þurfi að miklum mun allan til- kostnað við útgerðina. í málinu var borin upp svohljóðandi tillaga: »Vegna hinnar yfirstandandi alvarlegu kreppu og ægilegs framtiðarútlits fyrir fiskiveiðarnar á næsta ári, vill fjórðungs- þingið beina þeim tilmælun lil stærri og smærri útgerðarmanna að takniarka sem allra mest mannahald og annan tilkostnað við útgerðina, og reka heldur útgerðina í smærri stíl. Mundi þetta skapa minni eftirspurn eftir kaupafólki, og færa þannið óhæfilegar kröfur niður í heil- brigðara horf, til hagsmuna báðum að- ilum. Það virðist og ein leið til bóta, að útgerðarmenn leggi drift sína saman, til þess að allir, sem að útgerð vinna beri hag og óhag sameigilegan. Að þessu mætti líka vinna með sem mestri sam- eign sjómanna i útgerð þeirri, sem að er unnið. Fjórðungsþingið ályktar því að skora á alla fultrúa sína, sem hér eru mættir, að reyna af fremsta megni að styðja að því, hver i sinni sveit, að efla allskonar félagsskap, er fari í þá átt, að takmarka framleiðslukostnaðinn. Lítur þingið svö á, að náin samvinna milli allra, er ein- hvern hátt hafa lífsuppeldi sitt af sjávar- útvegi, sé fyrsta skilyrðið til þess að hann rétti við úr því öngþveiti, sem hann nú er kominn í. Felur því fundurinn hr. erindreka Páli Halldórssyni, að undirbúa almennan fulltrúafund í janúar eða febrúar n. á. og boða til hans, Telur fjórðungsþingið rétt að styrkja beri fjárhagslega fundar- halda þetta, og felur fjárhagsnefnd að áætla nokkra upphæð í þessu skyni. Fulltrúar þingsins undirbúa fundarhald þetta heimafyrir og sjái um að fulltrúar til fundarins verði sendir úr veiðistöðv- unum. 12. Hraðfrystihús. 1 því máii var svo- hljóðandi tillaga samþykt: »í*ar sem salt- fisksmarkaðurinn virðist yfirfylltur og litlar líkur fyrir nýjum markaði, þá tel- ur fiskiþingið brýna nauðsyn, að hrað- frystihús komi sem viðast upp. Skorar því fundurinn á stjórn Fiskifélagsins að rannsaka þetta mál mjög itarlega og styðja

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.