Ægir - 01.02.1933, Page 11
53
ÆGIR
tíma, en seljandinn geymir merki þau
sem keypt eru í kælihúsi sínu, þangað
til sent er eftir þeim. Getur því komið
fyrir að meginið af hverjum farmi, sé
selt á fáeinum dögum, eftir komu skips-
ins. Fer það eftir þvi hvort farmurinn
líkar vel eða illa, því ef farmurinn likar
illa, fara smákaupmennirnir sér að öllu
hægt, treyna sér birgðir sínar, og draga
að kaupa nema til brýnustu þarfaþang-
að til næsta skip kemur. Dregur því
slæmur farmur úr neyzlu, og ef góðir
farmar koma rétt á eftir, getur það tek-
ið langan tíma þangað til hann selst. Er
okkur því heppilegast, að aldrei séu mjög
miklar birgðir hér syðra, því menn kæra
sig ekki um fisk, sem legið hefur í lang-
an tíma hjá innflytjandanum, og þeir
vita að aðrir hafa valið það bezta úr.
Hér í Kataloniu er neyzlan mjög jöfn
yfir árið, en þó mest júní, júli og ágúst,
þegar gnótt er rauðaldina, sem borðuð
eru meðfiskinum. Annarsstaðar er neyzjla
mest um föstuna. Má telja að neyzlan
sé nokkuð jöfn annan tima árs, og þyrftu
aðflutningarnir helzt að vera það einnig.
Auk bréfanna nota nokkur verzlunar-
hús hér í Bilbao miðlara (corredores) til
að greiða fyrir sölu. Hér í bæ eru 7
þeirra fastir starfsmenn, og ein kona í
þeirra hóp. Eru þeir flestir fyrir 1 eða
2 innflutningsfirmu hver, en fáeinir hafa
samband við þau öll. Geta þeir sem starfa
fyrir mörg firmu verið til nokkursgagns
með því að gefa tímabundnum mönn-
um utan af landi yfirlit yfir markaðinn,
og farið með þá beint þangað, sem lík-
legasti fiskurinn handa þeim fæst. Greið-
ir seljandi þeim l°/o af verði sölunnur,
en kaupandi 1 peseta af hverjum pakka,
Sr. Daurella hefur einnig tekið upp á
því nýmæli, að senda sölumann með
stóra flutningabifreið, út f þorpin hér í
Katalóniu. Nær hann þannig til smá-
kaupmanna, sem selja svo lítið, að för
inn til bæjarins svarar naumast kostn-
aði fyrir þá. Frá bifreiðinni, er ef svo
ber undir, seld hálf vætt, en ella er aldrei
selt minna en heil vætt í einu.
Svo sem áður er getið, fer sala fram
eftir hornmerkjum. Er gengið út frá að
allur fiskur, með sama hornmerki sé
samstæður. Ef það bregst, sem alloft
kemur fyrir, neitar kaupandinn að taka
við fiskinum, því hann sé ekki eins og
fiskur sá, sem honum var sýndur við
kaupin. Getur seljandinn sjaldnast sagt
neitt við þessu enda þótt hann hafi geymt
kaupandanum fiskinn, og kann hann því
að sitja með lélegan fisk, endaþótthann
hafi talið sig hafa selt hann allan, eða
að mestu, þegar skipið var nýkomið, og
hefði þá getað selt hann. Koma slík samn-
ingsrof auðvitað helzl fyrir þegar fiskur
hefur lækkað í verði, eða skip er ný-
komið með betri fisk en þann sem áður
var kominn.
Við innanlandssölu hér er því ekki
stuðst nema lítið við íslenzka matið, enda
mun það aldrei hafa veríð gert. Núvilja
menn fiskinn svo lint verkaðan allstað-
ar á Suður-Spáni, að hann breytist meira
og minna á leiðinni, sérstaklega að sumr-
inu, en vegna þess að hann var sendur
laus í skipi áður, varð að meta hann
allan að nýju. Var hann þá stakkaður
i vörugeymslunum hérna, eins og heíma,
og visst verð sett á vætt úr hverjum
stakk. Nú hef ég hvergi séð það Iag
nema hjá saltfisk-kónginum f Vigo, Ev-
aristo de Vicente. Þó er fiskur metinn
að nýju hér, ef hann hefur skemmst eitt-
hvað á leiðinni og þvi orðið ójafn. Er
þá að eins metið það sem þarf í hvert
skipti en fiskurinn geymdur í pökkun-
um, sem áður. Svarar oft kostnaði að
meta slikan fisk, því smásalarnir gefa
meíra fyrir fisk, sem seljandinn ábirgist