Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 13

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 13
ÆGIR 55 ekki gera kaup við umboðsmenn, en verzlar beint við þá, sem bjóða hagfeld- ust kjör. Auk þessara íimm stóru firma, eru allmörg smærri innflutningsfirmu og eru sum þeirra inni í landi. Er sá mun- ur á Barcelona og Bilbao sem innflutn- ingshöfnum, að þar sem Barcelona selur eingöngu í nágrennið, og það er alveg hverfandi hluti af fiskinum, sem er send- ur út úr Katalóníu, dreifist fiskurinn frá Bilbao um geysimikið og fólksmargt svæði. Bilbao veszlar við Madrid-búa, sem eru nærri því jafnmargir og ibú- arnir í Barcclona, en auk þess við íbú- ana iZaragoza, Valladolid, Oviedo, Gijon, Santander og San Sebastian, svo ekki séu nefndar borgir með minna en 50.000 íbúum. Hafa ýms firmu á þessu mikla svæði reynt að brjótast undan Bilbao- kaupmönnum, en þeir' reynt að halda utan um veldi sitt. Bezta aðstöðu hafa kaupmenn í Santander og San Sebastian, enda hafa þeir flutt inn beint. Raunar segja stóru firmun, að þeirhafi ekkert á móti hinum lágsigldari keppi- nautum sínum, en þar sem þeir hefðu nieiri tilkostnað og ábættu, en maður sem ekki flytti inn nema 500—-1000 vætt- ir, vildu þeír ekki kaupa fisk upp á þau býti, að smá-innflytjendur gætu undir- boðið þá sömu dagana, sem þeir hefðn fengið stórar sendingar, með samskonar fiski. Smáinnflytjandinn gæti ekki komið honum út nema til einhvers af þeirra viðskiptavinum með undirboði, og til þvi fleiri sem hann leitaði, því meiri óánægju og rask orsakaði hann á mark- aðinum. Vildu þeir þvi ekki, að hann feugi fisk með sama skipi og þeir. Þetta þýðir auðvitað það, að fyrir íslendinga uiundi það ekki svara kostnaði að senda eitthvert skip, sem fara ætti til Vigo eða Portúgal, gagngert til að ná víðskiptum við nokkra smáinnflytjendur i Bilbao, sem flytja ekki inn nema fáar lestir á ári. Venjulega mundi það vera ódýrara, að senda þeim fiskinn um Hamborg, með skipum sem ganga þaðan til Bilbao, í föstum ferðum. En slík umskipun er það dýr, að smáinnflytjendur mundu naumast geta undirboðið keppinauta sína að neinum mun. Auk þess mundu þeir ekki geta boðið samskonar fisk á sama tíma og þeir. Hefur þetta nokkra þýð- ingu, eins og ég hef áður lýst, sérstak- lega við utanbæjarviðskiptin, því menn gera sér ekki ferð til bæjarins, til að skoða sendingu upp á nokkur hundruð pakka. Slíka sendingu verður að bjóða öðruvisi. Norðmenn hafa þar á móti reglubundn- ar ferðir á hálfsmánaðarfresti til Spánar með A. S. Spansklinien til margra hafna á Spáni og Portúgal. Geta því smáútvegs- menn í Noregi sent innflytjanda í Bilbao, Madrid eða annarsstaðar, 20 vættir af fiski, þegar báðum kemur saman um það, og er meginið af norskum fiski, sent í mjög smáum sendingum og sjaldan meira en 100 lestir í einu og dreifast þær viða. Með þessu verzlunarlagi sögðust stóru firmun ekki geta haft hag af að selja norskan fisk, og hættu þeir að verzla með hann. Spiltu Norðmenn þannigfyr- ir sölunni á fiski sínum, því innflutn- ingur þessara litlu firma munaði þálitlu móts við viðskipti hvers eins af þeim stóru. Hefur innflutningnum hrakað, svo að hann komst ofan i 1600 smálestir ár- ið 1931, en hefur þó hækkað mikið á síðastliðnu ári. Aftur á móti hefur þeim haldist nokkuð á verzlun sinni í Vigo og Coruna, þó ekki sé hún svo að þá muni hana miklu. Tvisvar sinnum hefur þó farið í hart út af saltfiskinum i Bilbao. Menn munu minnast þess, er Cortazar vildi taka farm sumarið 1930 í Reykjavík, en það varð

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.