Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1933, Page 16

Ægir - 01.02.1933, Page 16
58 ÆGIR umdæmi og selji hann. Er búið að stofna 10 af þessum fiskmörkuðum og hafa ver- ið sendar sérstakar íisk-hraðlestir með fisk til nágrannabæjanna, til að koma fiskinum þangað óskemdum. Eru menn hvað minnst hrifnir, því þar eru allir hrifnir af stjórninni, af mörkuðunum, því þeir telja fyrirkomulag þeirra allt of stirt.^ Þessir markaðir hafa þó nokkuð auk- ið innflutningana af ferskum fiski, og líkast til má skoða það sem dulbúinn verndartoll, að í tilskipun, sem gefin var út af stjórninni 14. desember er fyrir- skipað, að heilbrigðislögreglan skuliskoða allan nýjan fisk sem sendur til Italíu, við landamærin, en banna innflutning á fiski, sem farinn er að skemmast. Einn- ig er bannaður innflutningur á fiskisem vantar á höfuðið, ugga eða sporð. Nær þetta þá að sjálfsögðu til allra fiskflaka, sem inn hafa verið flutt. Par sem erfitt mun að neita, að fisk- ur sem verið hefur nokkurn tíma i kæli- vagni, sé farinn að skemmast, eykur til- skipun þessi mjög áhætluna við að senda fisk til Ítalíu, yfir þvera Evrópu, eins og gert hefur verið. Einnig spillir þetta fyr- ir útflutningi, sem Norðmenn byrjuðu á síðastliðnu vori, með að flytja kældan fisk í járnbrautarvögnum til Ítalíu. Varð hann aldrei merkilegur, en komst þó upp í 400 smálestir, en langmest (líklega 80"/o) var það hámeri, sem þannig var seld. í Oporto hefur verðið á íslenzka fisk- inum hækkað allverulega, úr 190 escu- dos, sem 60 kg. pakki var seldur fyrir i nóvemberbyrjun, og upp í 215—225 esc. í miðjum þessum mánuði. Newfound- lands-fiskurinn, sem kom i nóv. og des. var mjög lélegur, svo verðið á góðum fiski hækkaði mjög (upp í 480 escudes), en smáfiskurinn var seldur fyrir mjög lágt verð. Portúgalsveiddi fiskurinn kom á markaðinn fyrir jólin og var seldur fyrir 195—280 esc. Um áramótin voru hér um bil engar birgðir af öðrum fiski en frá Newfoundlandi, svo neyzlan á liðna árinu hefur verið allgóð, ekki sízt á ísleDzkum fiski, því auk alls þess sem inn var flutt á árinu, hafa birgðir lækk- að um 800 lestir. Frá Lissabon er sama að segja. Neyzlan hefur ankist mikið, og hefur öll aukningin fallið á íslenzka fisk- inn, sem likar ágætlega. Par sem ég hef áðpr skýrt nokkuð frá ástæðunum til að við höfum mist svo mikið af Barcelona-markaðinumtil Eær- ■eyinga, læt ég mér duga að setja hér niðurstöðutölurnar fyrir árið, og sýna hvernig innflutningurinn hefur skipst eft- ir mánuðum á hvern innflytjanda. Daurella Heredia Hortet Trueba Aðrir Alls færeyskur Marz -.. » » » 202,0 181,1 383,1 Aprít » 152,9 » » 6,1 159,0 Maí » » » 60,0 225,0 285,0 Júní 245,0 » » 201,5 384,4 830,9 Júlí 17,2 150,0 » 218,3 » 385,5 Ágúst 350,0 » 367,7 369,0 165,0 1 281,7 September » » » 112,0 347,5 459,5 Október 180,0 » » 145,4 78,0 403,4 Nóvember 182,0 » 20,0 260,1 258,7 720,8 Desember » » » 237,0 » 237,0 Alls 974,2 302,9 417,7 1 805,3 1 645,8 5 145,9

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.