Ægir - 01.02.1933, Síða 17
ÆGIR
59
Daurella Heredia Hortet Trueba y Pordo Aðrir Alls islenzkur
Janúar )) 300,0 » » 256,0 556,0
Febrúar 561,5 234,1' 551,4 150,0 » 1 497,0
Marz 768,7 » 514,5 249,0 » 1 532,2
Apríl » » » » » »
Maí 50,0 » 600,6 232,9 » 883,5
Júní . 150,0 212,5 » » 29,0 391,5
Júlí 200,0 237,5 471,0 » » 908,5
Agúst 313,0 » 3,0 » » 316,0
September » 300,0 714,5 200,0 125,0 1 339,5
Október 350,0 » » » 195,0 545,0
Nóvember 563,0 300,0 889,6 450,0 80,0 2 282,6
Desember » » » » » »
Alls 2 956,2 1 584,1 3 744,6 1 281,9 685,0 10 251,8
Innflutningurinn á Færeyska flskin-
um byrjaði í marz og var sem taflan
sýnir.
Eins og menn sjá voru það mest smá-
firmun og Trueba y Pardo, sem fluttu
inn megnið af færeyska fiskinum, en um
hann var samið áður en Fisksölusam-
lagið var stofnað. Var fiskurinn þá boð-
inn fram fyrir 20 sh. pakkinn og jafn-
vel minna. Ógnar mér að hugsa til hvern-
ig farið hefði með verðið á okkar fiski,
ef Sölusambandið hefði ekkí verið stofn-
að, og islenzki fiskurinn hefði verið boð-
inn fram, ef til vill i umboðssölu, í keppni
við þann færeyska. Þá vissi enginn það,
sem við höfum séð síðan, að Færeying-
ar settu mikið af fiski þeim inn á Barce-
lona-markaðinn, sem vanalega hefur far-
ið til Ítalíu, og var þá ekki búist við að
Færeyingar ættu mikið meira af Barce-
lona-fiski, en það sem búið var að selja.
Neyzlan á árinu hefur verið mjög góð,
því auk þess sem inn hefur verið flutt,
hygg ég að birgðir hafi lækkað um rúm-
lega 1000 lestir. 1 ársbyrjun 1932 voru
birgðir áætlaðar 3300 lestir, en ég á bágt
með að trúa að þær hafi verið nema
2200 nú um áramótin. Er þá tekið með-
altal og tillit til hverjar líkur eru, af því
sem innflytjendur sögðu mér og keppi-
nautar þeirra. Ræðismaður vor áætlar
birgðirnar 3200 lestir. Féllst hann á að það
mundi vera of mikið, en vildi síður leið-
rétta töluna allt í einu vegna Færeyinga,
sem einnig fá skeyti hans, og var ég á
sama máli, — vegna Færeyinga.
í Bilbao hafa birgðir aftur á móti auk-
ist um 700 lestir, en þrátt fyrir það hef-
ur neyzlan verið mikið betri en áður.
Ekki höfum við þó notið hennar, svo
mikið sem skyldi, en hún hefur aðmestu
fallið til Norðmanna og Færeyinga. Fluttu
Norðmenn inn 1750 lestir í júní, júlí og
ágúst fyrir lágt verð. Var íslenzkur fisk-
ur þá mjög geúginn til þurðar, en alger-
lega þrotinn allan ágústmánuð. Komu
hinar reglubundnu ferðir frá Noregi sér
þá vel, þvi hægt var að panta fisk með
mjög litlum fyrirvara.
Auk þess sem Sölusamband ísl. fisk-
framleiðenda á þakkir skyldar fyrir að
festa fiskverðið, landsmönnum til stór-
hagnaðar, hygg ég að mikið af þeirri
auknu neyzlu, sem orðið hefur bæðihér
á Spáni og Portúgal, megi þakka starf-
semi þess, því verðfestingin hefur dregið