Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 19
ÆGIR 61 í öllum þessum saltblöndum er oft mik- ið um ýmsar rotplöntur (plöntur sem neyta lífrænnar fæðu), sem virðast lifa þar góðu lifi, þar eru bæði gerlar og sveppir. Margir af saltgerlunum eru rauð- ir, þannig að saltblanda sú, sem fram kemur, þegar salt er unnið úr sjó, verð- ur rauð að lit, og jafnvel fullþurkaðsjáv- arsalt er stundum rauðleitt, þegar það er nýunnið. Yörur þær, sem saltið er síðar notað í, fá þá einnig oft á sig rauðleitan blæ. En auk gerlanna eru einnig til sveppir, sem valdið geta rauðum eða brúnum lit á söltuðum lífrænum efnum. Með því að salt er eitt hið helzta þeirra efna, sem fært er um að varrðveita mat- væli og annað gegn skemmdum, eru þessar lífverur afar skaðlegar, því að auk þess, að þær spilla mjög útliti vörunnar, valda þær einnig með tfmanum rotnun þess saltaða og greiða götu annara enn þá öflugri og skaðlegri rotplantna. Eru slíkar skemmdir mjög algengar, einkum á saltfiski, en líka til í kjöti, sild og öðru. Á verkuðum saltfiski er fyrst getið um slíkar skemmdir um 1880 (Farlow), en frá þeim tíma og allt til þessa dags hafa þær verið rannsakaðar afar víða, svo sem á Skotlandi (Edington 1882),Frakk- landi (Le Dautec 1891 og 1906), í Noregi (Johan-Olson, Höye 1887—1908), Þýzka- landi (Klebahn 1919), Kanada (Harrison og Kennedy 1922), Englandi (Cloake 1923), Japan (Hawsawa og Takula 1930) og Hollandi (Petter 1932). Hafa öll þessi ríki átt meira eða minna við þenn- an vágest að stríða. Fiskskemmdir þessar eru aðallega tvennskonar og orsakast önnur tegund þeirra af gerlum, sem gera fiskinn rauð- ann og daunillan, en hin af svepp, sem veldur dökkbrúnum eða svörtum dílum á yfirborði fisksins. Engar þeirra rot- plantna, sem valdið geta litbrigðum þess- um, hafa reynzt skaðlegar mönnum eða dýrum. Talið er, að þegar menn hafi orð- ið veikir af að borða rauðan fisk, hafi skemmdirnar verið komnar mjög langt og aðrar skaðlegri rotplöntur verið komnar til sögunnar. Á byrjunarstigi geta því þessi litbrigði á fiskinum tæpast talist neinar skemmdir, heldur að eins útlits- galli. Á fiskinum eru náttúrlega margar rotplöntutegundir, sem hvorki framleið- andinn né neytandinn verður var við af þeirri einföldu ástæðu, að þær framleiða ekki lit. En um þessar litlausu tegundir hefur það oft sannast, að þær eru nauð- synlegar þeim rauðu til aðstoðar, til þess að nokkur litbrigði eða skemmdir geti átt sér stað (Le Dautec). Þessar saltþolnu (halvtolerant) eðajafn- vel saltelsku (halophil) rotplöntur berast aðallega á fiskinn á tvennan hátt. Annar möguleikinn er sá, að þær berist með saltinu, því að margar þeirra geta lifað í venjulegu salti, að minnsta kosti um tíma. Hafa þær þá annaðhvort verið í saltinu frá upphafi, eiijs og oft á sér stað með sjáfarsalt, eða þær hafa borist í það úr lestarrúmum og geymzluhús- um, þar sem áður hefur verið salt eða fiskur með slíkum rotplöntum. Hinn möguleikinn er, að rotplönturnar hafi bækistöð sína í verkunarhúsunum, á stakkstæðunum og áhöldunum og berist þaðan á fiskinn ár eftir ár. I loftinu á fiskverkunarstöðunum og umhverfis þær er oft mesti aragrúi af gróum slíkra rot- plantna á sveimi, þau hafa þyrlast upp við það, að sýktur þurkaður fiskur hefur verið hreyfður eða burstaður. Er þá smitunarhættan óumflýjanleg fyrir allan þann fisk, sem á stöðina kemurogjafn- vel fisk nágrannans líka. Fiskskemmdir þessar eru því stöðug plága á þeim fisk- verkunarstöðvum, þar sem þær eru byrj- aðar, á sama hátt og sárasóttin var á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.