Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Síða 21

Ægir - 01.02.1933, Síða 21
ÆGIR 63 Sé saltið í báðum sýnishornunum reikn- að í prósent af þurefni fisksins verða útkomurnar þessar: Brúni fiskurinn 34,9°/0 NaCl Rauði fiskurinn 31,9°/o NaCl. Rauði fiskurinn er þannig bæði vatns- meiri og ver saltaður og því hentugri fyrir gerlagróður en sá brúni. Nú var gerð smásjárrannsókn ábrúnu dilunum og kom þá í ljós, að þeir voru gerðir af ótal mörgum brúnum gróum (konidier), sem voru 4—5 r\ í þvermál (1 r\ = ’/iooo mm), og lágu þau ýmist einstök eða í keðjum. Auk gróanna fundust einnig brot af sveppvef (myzel), svo að hér var greinilega um einhverja svepptegund að ræða. Frá einum dökka dílnum á fiskinum var sáð út á kjötsoð-agar1, sem i var 15°/o NaCl. Var sáð í tvö glös og annað sett við 22° C (glas nr. 1) en hitt við 29° (glas nr. 2). Eftir fáa daga var kominn greinilegur sveppgróður i glas nr. 1, og nokkrum dögum seinna var hann orð- inn dökkbrúnn. Við smásjárrannsókn reyndist þessi gróður eins gerður og díl- arnir á fiskinum. í glasi nr. 2 sást fyrst vöxtur eftir rúmar 2 vikur, og var hann gerður af hvítum selluhrúgum, sem voru mjög lítið farnar að ála og mynduðuekki ný gró fyr en þær voru settar við lægra hitastig. Bendir þetta á, að hér hafi fyrst að eins verið um selluskiftingu að ræða, en sveppvefur og ný gró fyrst geta myndast, þegar hitinn var lækkaður. Við stofuhita óx sveppurinn ekki eins vel og við 22° C og bendir það á, að hent- ugasti hitinn fyrir hann sé 20—25° C. Til þess að athuga betur lifnaðarhætti 1) Agar (substrat) er »jarövegur« sá, sem smásæjum rotplöntum er sáð í (t. d. kjöt, fisk- ur o. s. frv.) við vísindalegar rannsóknir. sveppsins, var hann þessu næst ræktað- ur i svo nefndu »Fugtig Kammer«. Ætið, sem ræktað var á, var fisk-agar með 10% NaCl. Ræktaðvar við 22° C. ogvargróð- urinn athugaður í smásjá og teiknaður á hverjum degi. Mynd 1 sýnir gróin, þegar þeim var sáð. Mynd 2 sýnir gróð- urinn eftir einn dag; hafa gróin þá tekið í sig vatn og eru að byrja að ála. Á mynd 3 er tveggja daga gamall gróð- ur og á mynd 4 þriggja daga; eru þá sveppþræðirnir orðnir langir og skiptir (septeret) og farnir að mynda ný gró. Eins og myndin sýnir, þá myndast gró- in í keðjum, þannig að yzta gróið er elzt. Geta keðjurn'ar orðið mjög lang- ar, allt að 40—50 gró, og erfjöldi gró- anna í hverri keðju oftast margfeldi af 4 (4, 8, 12 o. s. frv.). Gró-keðjurnar falla siðan af og detta í sundur og gró- in ála eins og áður var sýnt. Er þar með sýndur lífsferill sveppsins í hrein- rækt, og getur hann tæpast einfaldari verið. Á fisk-agar með 10°/o NaCl myndar sveppurinn brúnar breiður, nálægt 1 mm i þvermál; við 15 og 20°/o NaCl verða þær ekki alveg svo stórar. Eru breið- urnar þétt settar löngum gró-keðjum, en frá þeim stafar brúni liturinn. Á mynd 5 er sýnd ein slík breiða, og gefur hún um leið hugmynd um, hvernig sveppur- inn vex á fiskinum. Til þess að rannsaka vöxt sveppsins á mismunandi söltu æti, var honum sáð á fisk-agar með 0,5, 5, 10, 15, 20 og 25°/o af venjulegu matarsalti í, o g var vöxtur hans eins og eftirfarandi tafla sýnir. Á töflunni táknar mínus (-t-) engan vöxt, þ. e. gróin hafa ekki álað, plús (-f) merkir að gróin hafi álað og tveir plúsar (++) merkja að auk þess hafi myndast ný gró. Ræktað var allan tím- ann við 22° C.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.