Ægir - 01.02.1933, Síða 22
64
ÆGIR
Salt = 0,5°/« 5°/o 10°/o 15<>/o 20°/o 25 °/.
Eftir 1 dag + -f- -f- -j-
» 1,5 » -j- + + -í- H-
» 2,5 » -í- + + + -7-
» 3 » + ++ ++ + -f-
» 5 » ++ ++ + + -f-
» 10 » + + 4" + ++ + + +
» '18 » + + + + ++ + + + +
Eftir þessari töflu að dæma, er hent-
ugasta saltmagn ætisins íyrir vöxt svepps-
ins 10—15% (optimum), lágmark (mini-
mum) er ca. 5% og hámark (maxi-
mum) fyrir ofan 25%. í tilrauninni var
sáð út frá æti, sem í var 10% salt;
hefði verið sáð út frá æti með meiru af
salti, hefðu takmörkin fyrir vexti svepps-
ins sennilega legið nokkru ofar.
Sveppunum var nú sáð bæði á geril-
sneiddan og ógerilsneiddan verkaðan salt-
fisk og voru fisksýnishorn þessi geymd
við 22° C. ásamt nokkrum öðrum sams-
konar sýnishornum, sem látin voru ó-
sáin. Eftir ca. 25 daga var kominn greini-
legur brúnn gróðurá sýnishorn þau, sem
sáð var á, og var sá gróður nákvæmlega
eins og sá, sem óx á mengaða fisk-
inum, sem fyrst var ræktað út frá. Á ó-
sánu sýnishornunum sást enginn slíkur
vöxtur eftir 6 vikur. Var þar með sann-
að að sveppur þessi var orsök þeirra
skemmda á fiski, sem við köllum brún-
an jarðslaga.
Eftir útliti brúna jarðslagans að dæma,
var þegar í upphafi mjög sennilegt, að
hér væri um samskonar skemmdir að
ræða og lengi hafa þekkst í Norgi undir
nafninu »misl« og orsakast af svepp þeim,
sem nefndur er Torula epizoa Corda.
Sveppur þessi er nú svo líkur svepp
þeim, er áður var lýst sem orsök brúna
jarðslagans, að enginn vafi getur leikið
á þvi, að um sömu tegund er að ræða.
Brúni jarðslaginn orsakast samkvæmt
því af Torula epizoa Corda og er sama
eðlis og hið svonefnda »misl« í Noregi.
Verður hér nú skýrt frá þeim rannsókn-
um, sem gerðar hafa verðið meðal ann-
ara þjóða á þessum fiskskemmdum, og
þeim aðferðum, sem notaðar hafa verið,
til þess að vinna bug á þeim.
III.
Torula epizoa C. tilheyrir ætt þeirri,
sem nefnd er Dematiaceae. Sú ætt er af
ættbálkinum Hyphomycetae, sem tilheyr-
ir sveppaflokknum Fungi imperfecti. Er
sveppur þessi fyrst fundinn af Cordal829
á saltkjöti. Sem orsök skemmda á salt-
fiski er hans fyrst getið um 1880 af Far-
low, sem gaf honum nafnið Oidium morr-
huae. Síðan hefur sveppurinn aðallega
verið rannsakaður í Noregi, því að þar
hefur hann lengi gert stórskaða á
saltfiski. Það var árið 1883, að A. Han-
sen sýndí fram á, að hið svo nefnda
»misl« á saltfiski orsakaðist ekki af maur,
eins og nafnið bendir til og almenntvar
álitið, heldur af sveppi, og þremur árum
síðar hreinræktaði 0. Johan-Olsen þenn-
an svepp, sem hann gaf nafnið Walle-
mia ichthyophaga. Brunchorst rannsak-
aði hann einnig og ráðlagði sótthreinsun
geymsluhúsa og áhalda, til þess að verj-
ast honum.
Itarlegustu rannsóknirnar á svepp þess-
um og skemmdum þeim er hann orsak-
ar, eru gerðar af Kr. Höye og hefur
hann skrifað um þær í Bergens Muse-
ums Aarbog 1901, 1904, 1906 og 1908 og
víðar. Höye gaf nú sveppnum aftur nafn-
ið Torula epizoa Corda, því að hann
reyndist að vera sömutegundar og svepp-
ur sá, er Corda hafði fundið og nefnt
því nafni. Tókst Höye að rækta hann á
ýmsum ætum, sem í var5—30°/o afsalti.
Hentugasta selta ætisins reyndist að vera
um lOVo.
Aðallega gengu rannsóknir Höyes út
á það, að finna hvaðan sveppurinn kæmi