Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 24

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 24
66 ÆGIR og hverníg hann hagaði sér á ýmsum stigum fiskverkunarinnar, en því næst varð að finna ráð gegn útbreiðslu hans. Leit- aði hann nú að sveppgróunum á salt- fiski víðsvegar að og misjafnlega verk- uðum, ennfremur í fiskverkunar- og geymsluhúsum, skipum, ýmsum saltteg- undum og í loftinu á fiskverkunar- stöðvunum og umhverfis þær. Það kom í ljós, að aðalheimkynni sveppsins var saltfiskurinn sjálfur. Frá honum bárust gróin út í loftið, í geymsluhúsin og skipin, á stakkstæðin og áhöldin og síð- ast en ekki sízt í saltið. Einkum virtust gróin dreifast mikið um, þegar burst- aður var þurr fiskur, sem orðinn var brúnn af sveppnum, en það er oft gert, til þess að slíkur fiskur fái hetra útlit í svip. Á veturna losna stakkstæðin að mestu við sveppgróin, en á haustin er þar mikið af þeim, ogá veggjum geymslu- húsanna eru þeir oft svo þúsundum skiptir á hverjum fermetra. Meginsmitberann álítur Höye vera salt- ið. Á framleiðslustaðnum reyndist það oftast nær að vera laust við sveppgróin, nema ef mikið var um innflutning á salt- fiski í sömu höfn eða nálægt, þar sem saltið var flutt út. Aðallega virtust svepparnir berast í saltið frá lestarrúmunum, og geymsluhúsum, sem smituð voru af sveppnum, og fundust þeir oft í saltinu í þúsundatali pr. kg. um það leyti, sem það var komið á ákvörðunarstaðinn og tími var kominn til þess að nota það. Þegar fiskur er saltaður með slíku salti, dreifast gróin auðvitað um fiskinn, þar sem þau fá nóga næringu, og ála undir eins og skilyrði eru til. Meðferðin á fisk- inum eftir að hann er saltaður, sker al- gerlega úr því, hvort svepþurinn nær að vaxa og auka kyn sitt á fiskinum eða ekki. Góð þurkun á fiskinum dregur að vísu úr vexti sveppsins, en ekki svo að nokkru nemi fyr en vatnsmagn fisksins er orðið undir 30°/«, en það er mjögsjaldgæft. Venjulegt vatnsmagn í verkuðum salt- fiski í Noregi er ca. 35—45“/° (meðaltal af 70 sýnishornum var 40,6°/°). Miklu á- hrifameira er að kæla fiskinn, því að undir 8° C. vex sveppurinn treglega og nálægt frostmarki ekki neitt. Ekki hefur samt tekist að drepa sveppinn, þó að hann i langan tíma væri kældur niður í —s— 19° C. Þurkun og kælingu er því að eins hægt að nota, til þess að halda vexti sveppsins niðri um stundarsakir, svo að þýðingarmesta atriðið verður, hvort, eða í hve stórum stíl, svepparnir berast á fiskinn. Samkvæmt þessum niðurstöðum álítur Höye sótthreinsun (desinfektion) eina ráðið, til þess að hindra útbreiðslu svepps- ins. ÖIl lestarrúm, geymslu-og verkunar- hús og verkfæri, sem notuð eru til flutn- ings, geymslu eða verkunar á fiski eða salti, verður að sótthreinsa. Til sótt- hreinsunar koma auk venjulegrar sótt- hreinsunar og þvottar, tvær aðferðir til greina. Sé um lestarrúm eða hús aðræða, sem loka má vel þétt, er hentugast að nota brennisteinsdioxyd (SOj). Er það gert á þann hátt að brennisteini er bland- að saman við tréspæni og svo kveykt í öllu saman inni í rúmi þvi, er hreinsa skal. Dyr, gluggar eða lestarop, ef um skip er að ræða, eru síðan höfð vand- lega lokuð í 24 stundir. Talið er nægi- legt að brenna 30 gr. af brennisteini fyr- ir hvern teningsmetra af rúmi. Hin að- ferðin, sem allstaðar má nota, er þvott- ur upp úr formalín-upplausn. Er hæfi- legt aðblanda 300 gr. af formalíni, þvíer fæst í lyfjabúðum (þ. e. 40°/° formalde- hyd uppleyst í vatni), saman við 20 litra af vatni eða sjó. Upplausn þessari má eínnig sprauta, ef um stóra fleti er að ræða. Við notkun beggja þessara sótt-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.