Ægir - 01.02.1933, Side 27
ÆGIR
69
Landhelgisgæzlan.
1 12. tbl. Ægis f. á. er aðsend grein
um strandgæzluna fyrir Vestfjörðum síð-
astliðið sumar, undirrituð af þrem Arn-
firðingum.
Par sem telja má landhelgisgæzluna
mikilsvarðandi mál, er ekki nema eðli-
legt að allt sem um það birtist á prenti, veki
sérstaka athygli. Svo er um greinarkorn
þetta.
En nokkuð vantar á, að fullrar var-
úðar sé gætt í þvi, að halla hvergi réttu
máli. Og þar sem talsvert hefur verið
gumað í útvarpi, blaðagreinum og nú
síðast í Ægi, um áðurgreinda landhelgis-
gæzlu, verður vart hjá því komist, að
einhverjir þeir, er hlut eiga að máli og
á varðbátnum voru, láti það með öllu
afskiptalaust.
Bið ég því Ægi um rúm fyrir nokkr-
ar athugasemdir.
Fyrnefndir greinarhöfundar segja, að
Fiskifélagsdeildin »Framtíðin á Bíldudal
hafi falið sér »að leita upplýsinga meðal
sjómanna og formanna hér við fjörðinn
(Arnarfjörð), um álit þeirra á því, hvern-
ig strandgæzlan hafi verið framkvæmd
og að hverjum notum hún hafi komið«.
Ætlunarverkið er góðra gjaldavert, en
upplýsingarnar eru ekki á marga fiska.
Mjög ákjósanlegt hefði þó verið að fá
þær birtar eins og þær komu frá for-
mönnunum. Þeim mun æskilegri, sem
greinarhöfundarnir eru »reiðubúnir til«
að láta þá »staðfesta þær með undir-
skrift sinni«.
Á hinn bóginn verður ekki séð, að
þau málsgögn, er þremenningarnir enn
hafa lagt fram, sanni að strandgæzlan
fiafi verið i ólagi, þótt þeir »einróma á-
líti« að svo hafi verið. Það er bara þeirra
»álit«, annað ekki.
Og ef skilja á áður tilfærðar umsagnir
svo, að »sjómenn og formenn« við Arn-
arfjörð, ætli að staðfesta með undirskift
sinni að eins þær »upplýsingar«, er í
greininni standa, og aðrar ekki, þá býst
ég rétt við, að einhverjir heltist úr lest-
inni, þeir verði ekki allir »reiðubúnir«.
Menn geta skrafað og skeggrætt um
ýmsa þá hluti sín á milli, er ekkert eiga
skylt við sönnunargagn fj'rir landhelgis-
brot.
Og ef ráða má nokkuð af þeim heim-
ildum, er greinin lætur lesandandanum
i té, þá virðist það helzt vera, að ekki
sé af miklu að taka heima fyrir, þegar
greinarhöfundar þurfa að fara að seilast
eftir sögu úr Reykjavík, þess efnis, »að
báturinn hafi ekki getað við ráðið, af
því að togararnir hafi togað í kringum
hann í landhelginni« I Þeim finnst sjálf-
um þessi saga »ótrúleg«, »um bát, sem
gangi 7—8 sjómílur«. Og er slíkt ekki
láandi.
En samt nota þeir söguna sem for-
sendur til að fella á þá ályktun »að ann-
að verði því ekki sagt, en að gæzlan hafi
ekki komið að því liði sem skyldi og
vera ætti 1«
Þetta eru — vægast talað — léleg plögg
í jafn alvarlegu máli og landhelgisbrot
er.
Kunnugir menn á Vestfjörðum vita
það, að af öllu svæðinu, sem bátnum er
ætlað að vera á verði, frá Bjargtöngum
að Hornbjargi, er nauðsynin á góðri
strandgæzlu víðast hvar mikil, en brýn-
ust við Arnarfjörð ogísafjarðardjúp, sér-
staklega siðari hluta sumars, svo og vor
og haust.
Strandvörn þann tíma er ómissandi.
En þótt langsamlega mestur tími báts-
ins fari í það, að verja tvo hina fyrnefndu
staði, er síður en svo að hann megi láta
aðra staði afskipta. Arnfirðingar geta því