Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 28

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 28
70 ÆGIR ekki búist við að sjá bátinn alltaf þar, nema með því að hann vanræki skyldu sina á hinum stöðunum. Greinarhöfundarnir komast þannig að orði um þetta: »Menn sem stunda sjó hér við utanverðan fjörðinn, og sækja mest sjó um landhelgislínusvæðið, full- yrða að strandgœzlubáturinn hafi atdrei undanfarin dr, verið fafnsfdldan ú ferð- inni hér um slóðir, eins og í úr«. Þetta þarf ekki að vera ósatt með »undafarin ár« fyrir augum, af þeim á- stæðum, að varðbáturinn byrjaði ekki landhelgisgæzlu fyrr en seinast í júní- mánuði, og var tekinn frá gæzlu heila viku í júlí til aðstoðar við kortlagningu og djúpmælingar á Patreksfirði innan- verðum, tíminn var því mun styttri en undanfarin ár, og því eðlilegt að bátur- inn sæist sjaldnar, reikningslega skoðað. En þar eð frásögnin á að lýsa van- rækslu, verður hún ósönn. Skipverjar vita, að Arnarfjörður var ekki gerður af- skiptur þann tíma sem gæzlan stóð yfir, nema síður væri. Ég er þess fullviss að við sem strand- gæzluna höfðum á hendi vitum meira og réttara um hinar ólöglegu landhelgis- veiðar í Arnarfirði síðastliðið sumar, en sjálfir þeir menn, er sjaldan haía þózt sjá bátinn á þeim stöðvum. Samkvæmt leiðarbók varðbátsins, stóð- um við togara að landhelgisveiðum í Arnarfirðinum, þrívegis síðastliðið sumar, skýlaus landhelgisbrot.. Milli 1. og 2. brots liðu 20 klukku- stundir, en milli 2. og 3. nokkrir dagar. Öll skiptin virtist það vera sama skipið. Brotin voru öll framin að degi til, og þá nægur tími fyrir togarann að taka inn vörpu og komast af stað, áður en við gætum að honum lagl. Breitt var allstaðar fyrir nafn og númer, og ekkert nema skot gat þvingað hann til að stöðvast. Nákvæm eftirtekt þá og ýtarleg eftir- grennslan síðan, hafa gefið sterkar líkur fyrir því, hver togarinn var, en alls ekki nægar til þess að unnt sé að byggja kær- ur á þeim. Þótt slík verði reyndin sem hér, að vopnlausum varðbát sé fyrirmunað að sækja þá dólga til saka, sem búa sig út til veiða í landhelginni, með því aðbyrgja fyrir nafn og númer, þá stendur eða fell- ur ekki gagnsemi landhelgisgæzluunar með því. Dæmin eru deginum ljósari, hversu hin stærri vopnbúnu varðskip okkar þurfa að hafa fyrir að handsama slíka yfirgangsseggi. Það skeður sem til- viliun, ef litlu varðbátunum auðnast það. En eigi að síður er starf þeirra ómetan- legt á því sviði að verja landhelgina; það er aðalatriðið. Landhelgisgæzlan miðast fremur við það, að fyrirbyggja þjófnað en hengja þjófinn. Fyrir því getur útgerð smærri varð- báta margborgað sig, þótt ekki komi sektarfé í landhelgissjóðinn. Næsta fáránleg er sú staðhæfing grein- arhöfundanna að »togararnir hafi leikið lausum hala í landhelginni« og »að sú úsókn hafi með öllu eyðilagt þær fiski- göngur, sem komið hafi síðari hluta sumars og í haust« — Petta er hvort- tveggja í senn: illkvittnisleg og órök- studd fullyrðing. Þótt Arnfirðingar standi nú »með tvær hendur tómar«, eins og höfundarnir orða það, þá mótmæli ég því eindregið að að- alorsök þess séu landhelgisveiðar togara þar í firðinum síðastliðið sumar. Orsakirnar eru fleiri og fjölþæltari. Sumar þeirra verða ekki nefndar hér. En benda má á þá, sem hér máli skiptir »að sjaldan hefur þar — vegna aflatregðu — verið sótt meira á haf en i ár«. Bátarnij urðu einatt að sækja út

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.